fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Mætti með leikfangabyssu í banka til að „ræna“ sínum eigin pening

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 17. september 2022 10:15

Konan í svarta bolnum er Sali Hafez - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sali Hafez mætti með leikfangabyssu, sem er að hennar sögn í eigu litla frænda hennar, í banka í Beirut, höfuðborg Líbanon, í vikunni og tók út sparnaðinn sinn. Hafez hafði áður farið í bankann til að taka út sparnaðinn en þá var henni sagt að hún mætti aðeins taka út lítinn hluta hans í hverjum mánuði.

Það virkaði ekki fyrir Hafez þar sem hún þurfti peningana til að borga fyrir krabbameinsmeðferð 23 ára gamallar systur sinnar. Í umfjöllun AP um málið kemur fram að staðan í bönkum Líbanon sé slæm, reiðufé sé af skornum skammti en hömlur á úttektir hafa verið í gildi síðan árið 2019.

Hafez mætti ekki ein síns liðs í bankann heldur fylgdu henni aktívistar frá hóp sem berst fyrir fólki sem er í sömu stöðu og Hafez var í. Hafez og aktívistarnir mættu í bankann og réðust inn á skrifstofu bankastjórans. Þau neyddu starfsmenn bankans til að borga Hafez 12 þúsund bandaríska dollara og það sem nemur um 1000 dollurum í líbönskum pundum. Alls tók hún út það sem nemur um 1,8 milljónum í íslenskum krónum. Hafez segir að hún hafi þó átt um 20.000 dollara, um það bil 2,8 milljónir í íslenskum krónum, í bankanum.

„Ég braust ekki inn í bankann til að drepa neinn eða kveikja í byggingunni,“ sagði Hafez í myndbandi sem birt var í beinni útsendingu á Facebook. Þá sagðist hún vera að sækja réttindin sín til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 1 viku

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin