fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Var Trump með fingurna í málinu? Elon Musk vísar því alfarið á bug

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. maí 2022 07:00

Fjárfesting Elon Musk í X, áður Twitter, hefur ekki verið ferð til fjár. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ósatt,“ skrifaði Elon Musk á Twitter, samfélagsmiðilinn sem hann keypti nýlega fyrir 44 milljarða dollara.

Þarna var hann að svara ummælum Devin Nunes, forstjóra samfélagsmiðilsins Truth Social, sem er í eigu Donald Trump, um að Musk hafi keypt Twitter eftir hvatningu frá Trump.

„Trump sagði í raun og veru við Elon Musk að hann skyldi kaupa. Markmið fyrirtækis okkar er að byggja miðil þar sem fólk er í fjölskylduvænu og öruggu umhverfi. Þess vegna hvöttum við Elon Musk til að kaupa, því einhver verður að taka slaginn við tæknirisana,“ sagði Nunes í samtali við Fox News.

Hann sagði síðan að Trump vildi að bandarískur almenningur fengi rödd sína aftur og að Internetið væri frjálst.

Trump var útilokaður frá Twitter í kjölfar lyga hans um að rangt hefði verið haft við í forsetakosningunum 2020 og hvatningar hans til ofbeldis.

Í kjölfar kaupa Musk á Twitter hafa verið uppi vangaveltur um hvort hann muni hleypa Trump aftur að lyklaborðinu á Twitter. Musk hefur ekki enn tjáð sig um það.

En hvað varðar fyrrgreind ummæli Nunes sagði Musk: „Ég hef ekki átt nein samskipti, bein eða óbein, við Trump sem hefur sagt opinberlega að hann muni aðeins nota Truth Social.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi