fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Endurskoðunarfyrirtæki Trump segir skilið við hann – Segir ekkert mark takandi á ársreikningum hans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 09:00

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurskoðunarfyrirtækið Mazar hefur ákveðið að slíta samstarfinu við Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, og fyrirtæki hans. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að þeir ársreikningar sem fyrirtækið gerði fyrir Trump síðasta áratuginn séu ekki lengur áreiðanlegir.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að „yfirlýsingar um fjárhagslega stöðu“ sem Trump notaði til að fá lán séu nú til rannsóknar hjá yfirvöldum sem eru að rannsaka fjármál Trump Organization sem er fyrirtækjasamsteypa Trump. Í henni eru um 500 fyrirtæki sem eru annaðhvort í einkaeign Trump eða meirihlutaeigu hans.

Í bréfi sem Mazar sendi samsteypunni 9. febrúar er Trump hvattur til að skýra lánveitendum frá því að fyrrgreindar yfirlýsingar um fjárhagsstöðu, sem gefnar voru út á árunum 2011 til 2020, teljist ekki lengur áreiðanlegar.

Bréfið var gert opinbert í tengslum við rannsókn Letitia James, saksóknara í New York, á hvort Trump hafi ekki skýrt rétt frá fjárhagsstöðu fyrirtækja sinna þegar hann leitaði eftir lánum og við skattskil.

Í bréfinu frá Mazar segir að ákvörðunin um að vinna ekki lengur fyrir Trump Organization og lýsa fyrri yfirlýsingar um fjárhagsstöðu samsteypunnar ógildar byggist á upplýsingum frá James og upplýsingum frá aðilum innan og utan fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur ekki gerst í bandarísku bílaborginni frá árinu 1957

Þetta hefur ekki gerst í bandarísku bílaborginni frá árinu 1957
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil sorg eftir dauða 10 ára drengs sem varð fyrir skelfilegu einelti

Mikil sorg eftir dauða 10 ára drengs sem varð fyrir skelfilegu einelti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverski rafbíllinn sem gerir aðra bílaframleiðendur skíthrædda

Kínverski rafbíllinn sem gerir aðra bílaframleiðendur skíthrædda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skaut lögreglumann með lásboga

Skaut lögreglumann með lásboga
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið