fbpx
Fimmtudagur 22.janúar 2026
Pressan

Jill Biden er snúin aftur til kennslu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. september 2021 06:59

Jill Biden nýtur þess að kenna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jill Biden, forsetafrú í Bandaríkjunum, sneri í gær aftur til kennslu í kennslustofu eftir margra mánaða fjarkennslu. Hún er þar með fyrsta bandaríska forsetafrúin sem sinnir fullu starfi utan Hvíta hússins.

NBC News skýrir frá þessu. Hún kennir ensku og textaskrif í menntaskóla í norðurhluta Virginíu, ekki langt frá Hvíta húsinu. Hún hafði áður sagt að hana hlakkaði til að hætta fjarkennslunni og nú er það hægt þar sem búið er að slaka á sóttvarnaaðgerðum.

Eins og fyrr sagði er þetta í fyrsta sinn sem bandarísk forsetafrú sinnir fullu starfi en forverar hennar hafa einbeitt sé að barnauppeldi, gestgjafahlutverkum og gegnt nokkurskonar sendiherrastöðum fyrir eiginmenn sína. Hún sinnti einnig kennslu í þau átta ár sem Joe Biden var varaforseti.

Eleanor Roosevelt var sérstaklega virk og áberandi sem forsetafrú þegar eiginmaður hennar, Franklin D. Roosevelt, var forseti. Hún ferðaðist mikið um Bandaríkin og ræddi við fátæka, fólk úr minnihlutahópum og fólk sem átti erfitt af öðrum ástæðum. Þetta fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Auðkýfingar 4000 sinnum líklegri til að gegna pólitískum valdastöðum

Auðkýfingar 4000 sinnum líklegri til að gegna pólitískum valdastöðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 snemmbær einkenni heilabilunar sem fólk missir oft af eða sinnir ekki

5 snemmbær einkenni heilabilunar sem fólk missir oft af eða sinnir ekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eldaði kjúkling með nýstárlegri aðferð og netverjar ekki á eitt sáttir – „Þetta lítur ógeðslega út“

Eldaði kjúkling með nýstárlegri aðferð og netverjar ekki á eitt sáttir – „Þetta lítur ógeðslega út“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hús Hackman á markað ári eftir að lík hjónanna fundust þar

Hús Hackman á markað ári eftir að lík hjónanna fundust þar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllingsmömmurnar tóku bræður í fóstur og létu þá fylgja ströngum og undarlegum reglum – Nú er eldri bróðirinn látinn

Hryllingsmömmurnar tóku bræður í fóstur og létu þá fylgja ströngum og undarlegum reglum – Nú er eldri bróðirinn látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Drepin af hópi fjallaljóna í Colorado – Árásin óhugnalega náðist á öryggismyndavél

Drepin af hópi fjallaljóna í Colorado – Árásin óhugnalega náðist á öryggismyndavél