fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 06:57

Boris Johnson Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki algengt að fólk reyni að leyna því hvað það á mörg börn en það er það sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert fram að þessu. En nú hefur leyndinni verið aflétt því í sjónvarpsþættinum NBC Today spurði þáttastjórnandinn hann hreint út hversu mörg börn hann á.

„Áttu sex börn?“ spurði þáttastjórnandinn og því svaraði Johnson: „Já, það er frábært. Þetta er mikil vinna en frábær. Ég skipti um margar bleiur en ég elska það.“

Með þessu hefur verið staðfest hversu mörg börn Johnson á en oft á tíðum hafa verið vangaveltur uppi um hversu mörg börn hann á.

Með fyrrum eiginkonu sinni, Marina Wheeler, á hann Lara, Milo, Cassia og Theodore. Stephanie eignaðist hann eftir ástarævintýri 2009. Hann á Wilfred með núverandi eiginkonu sinni, Carrie, og eiga þau von á öðru barni, sjöunda barni Johnson.

Fram að þessu hafði Johnson forðast að skýra frá hversu mörg börn hann á. Fyrir kosningarnar 2019 sagði hann meðal annars: „Ég elska börnin mín mjög heitt en þau eru ekki þátttakendur í þessum kosningum og þess vegna vil ég ekki ræða um þau.“

Johnson er fjórði breski forsætisráðherrann á 170 ára tímabili til að eignast barn á embættistíð sinni. David Cameron eignaðist dóttur 2010 þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Tony Blair eignaðist fjórða barn sitt 2000 en þá hafði hann verið forsætisráðherra í þrjú ár. Síðan verður að fara allt aftur til 1852 til að finna dæmi um forsætisráðherra sem eignaðist barn á valdatíma sínum. Það var John Russel sem eignaðist dreng það ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað