fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Pressan

1.300 manns saknað á flóðasvæðunum í Þýskalandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 05:33

Frá hamfarasvæðinu í Schuld í Þýskalandi síðasta sumar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er vitað um afdrif um 1.300 manns á flóðasvæðunum í Bad Neuenahr-Ahrweiler í Þýskalandi. Staðfest hefur verið að 59 hafi látist í óveðrinu í Þýskalandi og 9 í Belgíu. Mikil úrkoma hefur einnig verið í Lúxemborg og Hollandi en ekki hafa borist fregnir af manntjóni þar. Lögreglan varar fólk við að fara inn á flóðasvæðin í vesturhluta Þýskalands.

Bild segir að ekki sé vitað um afdrif 1.300 manns í Bad Neuenahr-Ahrweiler. Um 130.000 manns búa í héraðinu sem er í norðurhluta Rheinland-Pfalz. 3.500 manns hefur verið komið fyrir í móttökumiðstöðvum sem hafa verið settar upp vegna hamfaranna. Farsímakerfið í héraðinu er óvirkt og segja yfirvöld að því sé ekki hægt að ná sambandi við marga. Talsmaður yfirvalda sagðist vonast til að fljótlega verði hægt að fá upplýsingar um afdrif þeirra 1.300 sem saknað er. Yfirvöld staðfestu í gærkvöldi að fleiri lík hefðu fundist en gáfu ekki upp fjölda. Welt segir að í Arweiler hafi níu manns látist í svefnaðstöðu heimilis fyrir þroskaheft fólk.

Rúmlega eitt þúsund björgunarmenn, þar á meðal lögreglumenn, slökkviliðsmenn og hermenn, hafa verið sendir til björgunarstarfa í héraðinu. Í gærkvöldi voru rúmlega 1.000 björgunarverkefni í gangi að sögn yfirvalda.

Unnið er að því að koma rafmagni á sem og símasambandi og að tryggja aðgengi fólks að drykkjarvatni.

Lögreglan í Koblenz varar fólk við að fara til hamfarasvæðanna til að leita að ættingjum eða sækja eigur sínar. Með því stefni það sjálfu sér í hættu og hindri hugsanlega björgunarstörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilhjálmur til OK
Pressan
Í gær

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hótelnótt Kevin væri fokdýr í dag

Hótelnótt Kevin væri fokdýr í dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekkst undir lífsnauðsynlega aðgerð: Eitt fór þó fram hjá læknum og afleiðingarnar voru hræðilegar

Gekkst undir lífsnauðsynlega aðgerð: Eitt fór þó fram hjá læknum og afleiðingarnar voru hræðilegar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði morð á föður sínum eftir 17 tíma yfirheyrslu: Síðar kom í ljós að faðirinn var alls ekki dáinn

Játaði morð á föður sínum eftir 17 tíma yfirheyrslu: Síðar kom í ljós að faðirinn var alls ekki dáinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar