fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Segja að varnir ytri landamæra ESB séu víðs fjarri því að vera nægilega góðar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 16:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landamærastofnun ESB, Frontex, stendur sig ekki nærri því nógu vel í að verja ytri landamæra sambandsins. Þetta segja endurskoðendur ESB sem fylgjast með frammistöðu stofnana ESB og hvernig fjármagni er varið.

Segja endurskoðendurnir að  þrátt fyrir að oft sé rætt um að straumur flóttamanna og ólöglegra innflytjenda til Evrópu auk alþjóðlegrar glæpastarfsemi sé eitt stærsta vandamál sambandsins þá séu aðgerðir ESB ekki nægilega góðar. Endurskoðendurnir velta þeirri spurningu upp hvort Frontex geti yfirhöfuð sinnt verkefninu nægilega vel á næstu árum.

Endurskoðendurnir segja að staðan sé þó ekki svo slæm að Frontex sé tímaeyðsla og að stofnunin leiki lykilhlutverk í baráttunni gegn straumi ólöglegra innflytjenda og glæpum en um leið taka þeir fram að stofnunin sinni ekki hlutverki sínu eins og staðan er núna. Það sé mikið áhyggjuefni því stofnuninni hafi verið falið sífellt meiri ábyrgð.

Fram til 2017 stendur til að starfsfólki Frontex fjölgi í 10.000 en í dag starfa um 1.000 manns hjá stofnuninni. Fjárveitingar til hennar verða um 900 milljónir evra á ári.

Segja endurskoðendurnir að ákvörðunin um eflingu Frontex hafi verið tekin án þess að mat væri lagt á þörfina fyrir mannafla og peninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“