fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Mörg hundruð dularfull kórónuveirudauðsföll brasilískra barna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. maí 2021 06:59

Ástandið er skelfilegt í Brasilíu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 832 brasilísk börn, yngri en fimm ára, hafa látist af völdum kórónuveirunnar síðan heimsfaraldurinn braust út. Sérfræðingar telja að fjöldin geti verið allt að þrefalt meiri.

Þegar dóttir Ariani Roque Marinheiro veiktist og fékk háan hita hafði hún miklar áhyggjur af hvort hún væri með kórónuveiruna. Læknir fullvissaði hana um að börn fengju næstum aldrei alvarleg einkenni COVID-19 og að þetta myndi lagast. Tæpum tveimur vikum síðar lést dóttirin á gjörgæsludeild í Maringá í suðurhluta Brasilíu. „Þetta gerðist svo hratt og svo var hún dáin,“ hefur The New York Times eftir Marinheiro.

Þetta mál er ekki einstakt því þrátt fyrir að börn veikist yfirleitt ekki alvarlega af COVID-19 þá hafa mörg hundruð börn, yngri en fimm ára, látist af völdum sjúkdómsins. Opinberar tölur segja að þau séu 832 en þar sem mikið skortir á að sýni séu tekin úr öllum þá er talan líklega mun hærri.

Það er mjög mismunandi hvernig sýnatöku er háttað í ríkjum heims, það er að segja hversu mörg sýni eru tekin og hvernig. En ef Brasilía er borin saman við Bandaríkin, sem eru mun fjölmennari og þar hafa fleiri látist af völdum COVID-19, kemur í ljós að í Bandaríkjunum hafa 134 börn, yngri en fjögurra ára, látist af völdum COVID-19.

New York Times hefur eftir Fatima Marinho, hjá Sao Paulo háskólanum, að fjöldi þeirra barna, yngri en fimm ára, sem hafa látist af völdum COVID-19 sé yfir 2.200 síðan faraldurinn skall á. Þar af eru rúmlega 1.600 kornabörn. „Við sjáum að þetta hefur mikil áhrif á börn. Þessi tala er mjög há. Við sjáum þetta ekki annars staðar í heiminum,“ er haft eftir henni.

Því hefur verið velt upp hvort hugsanlega sé nýtt afbrigði af veirunni á kreiki í Brasilíu og að það leggist þyngra á börn. Ekki hefur verið sýnt fram á það með rannsóknum fram að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“