fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Fyrrum flotaforingi segir að Bandaríkin séu að undirbúa sig undir stríð í vestanverðu Kyrrahafi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. apríl 2021 19:00

Flugmóðurskipið USS Abraham Lincoln. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin eru að undirbúa sig undir stríð í vestanverðu Kyrrahafi en þar láta Kínverjar mikið að sér kveða og auka jafnt og þétt viðbúnað hers síns þar. Það er James Stavridis, fyrrum flotaforingi og yfirmaður NATO, sem segir þetta. Hann bendir á aukna spennu í Taívansundi og Suður-Kínahafi.

Japan, Filippseyjar og Taívan hafa mótmælt ágengni og yfirgangi Kínverja og á sunnudaginn sendu Bandaríkin flugvélamóðurskipið Theodore Roosevelt og flotadeildina sem fylgir því inn í Suður-Kínahaf. Það er í annað skipti sem það er gert á þessu ári. Bandaríski flotinn skýrði einnig frá því að tundurspillirinn USS John S. McCain hafi siglt um Taívansund á miðvikudag í síðustu viku. Það var tveimur dögum eftir að Kínverjar tilkynntu að flugmóðurskipadeild myndi vera við æfingar nærri Taívan.

Kínverskar orrustuþotur rjúfa lofthelgi Taívan nær daglega þessa dagana. Í síðustu viku skýrði Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, frá því að Kínverjar hafi nú rofið lofthelgi Taívan oftar en á sama tíma á síðasta ári sem var þó metár. Hann sagðist jafnframt sjá greinilega hættu á að Kínverjar ráðist á Taívan og sagði að landsmenn séu reiðubúnir til að verjast til síðustu byssukúlu.

Að auki hafa Kínverjar verið iðnir við að ögra nágrönnum sínum á Filippseyjum og Japan að undanförnu með ýmsum hætti.

Stavridis fór yfir það í vikuritinu Nikkei Asia hvaða rauðu línur Bandaríkin hafi svo að segja dregið varðandi stöðuna í heimshlutanum. Meðal þeirra eru kjarnorku-, efnavopna- eða lífefnaárásir Kínverja eða Norður-Kóreu á Bandaríkin eða bandamenn þeirra. Árás á Taívan eða eyjurnar þar í kring. Efnahagslegt hafnbann á Taívan eða tölvuárás á opinbera innviði landsins eða stofnanir. Kínversk árás á japanskar hersveitir sem verja japanska hagsmuni á Senkakueyjunum og hafsvæðinu í kringum þær. Kínversk árás á svæði eða hernaðarlega mikilvæga staði sem Bandaríkin eða bandamenn þeirra eiga. Kínverjar hafa einmitt aukið hernaðarlegan þrýsting á sumum þessara sviða.  Stavridis segir að ljóst sé að Bandaríkin séu að auka hernaðarlega viðveru sína í heimshlutanum og getu sína til að geta tekist á við Kínverja á næstu áratugum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn