fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Hjarðónæmi gæti náðst í Bandaríkjunum í sumar með bólusetningum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 06:59

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við þann hraða sem nú er á bólusetningum gegn kórónuveirunni í Bandaríkjunum og stefnu stjórnvalda á að bæta enn frekar við hann þá færist landið sífellt nær hjarðónæmi en þá verða nægilega margir ónæmir fyrir veirunni til að hún hætti að breiðast út.  Sérfræðingur CNN segir að miðað við gögn frá alríkisstjórninni sé líklegt að hjarðónæmi náist í sumar.

Joe Biden, forseti, sagði í síðustu viku að nóg verði af bóluefni fyrri alla fullorðna fyrir lok maí. Núna eru um tvær milljónir bólusettar á sólarhring miðað við nýjustu tölur frá smitsjúkdómastofnun landsins, CDC.

CNN segir að með þessu náist hjarðónæmi í sumar með bólusetningum einum saman. Líklegt megi teljast að það náist enn fyrr ef þeir eru teknir með í reikninginn sem eru ónæmir fyrir veirunni eftir smit.

Sérfræðingar telja að 70 til 85% þjóðarinnar þurfi að vera ónæm gegn veirunni til að hjarðónæmi náist og þannig dragi úr dreifingu veirunnar. Rúmlega 8% landsmanna hafa nú lokið bólusetningu en það eru 28 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali