fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Saka Rússa um að dreifa lygum og röngum upplýsingum um bandarísk bóluefni gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 05:17

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld saka Rússa um að standa á bak við heimasíður sem breiða út rangar upplýsingar og lygar um bandarísk bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19.

„Það er augljóst að Rússar eru að nota eina af gömlu brellunum sínum og stefna þar með fólki í hættu með því að dreifa röngum upplýsingum um bóluefni sem bjarga mannslífum daglega,“ sagði Nick Price, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Samkvæmt því sem Global Engagement Center, sem er ein deilda utanríkisráðuneytisins, segir stendur rússnesk leyniþjónusta á bak við fjórar heimasíður sem eru notaðar til að dreifa áróðri gegn bóluefnunum. Eitt af verkefnum deildarinnar er að fylgjast með áróðri erlendra aðila.

Á heimasíðunum eru aukaverkanir, sem geta hlotist af notkun bóluefnisins frá Pfizer og BioNTech, ýktar. Þetta er líklega gert til að láta Sputnik V bóluefni Rússa líta betur út en það hefur ekki verið samþykkt af lyfjastofnunum í ESB og Bandaríkjunum.

Deildin hefur áður sagt að Rússar séu með mörg þúsund aðganga á samfélagsmiðlum sem séu notaðir til að grafa undan einu og öðru um heimsfaraldurinn.

Kínverjar eru sagðir hafa reynt fyrir sé með samskonar aðferðum en hafi gefist upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 1 viku

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn