fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Pressan

Aðeins 5,4% þeirra sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni í Bandaríkjunum eru svartir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 18:30

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin hefur komist að því að aðeins 5,4% þeirra sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni í Bandaríkjunum eru svartir. Þetta er lægra hlutfall en hlutfall svartra á dvalarheimilum og svartra heilbrigðisstarfsmanna. Á dvalarheimilum eru um 14% íbúanna svartir og í heilbrigðiskerfinu er um 16% starfsfólksins svart. Íbúar á dvalarheimilum og heilbrigðisstarfsfólk er í forgangshópum hvað varðar bólusetningu.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að smitsjúkdómastofnunin hvetji þó til varkárni við túlkun á tölunum þar sem gögnin, sem þær eru unnar upp úr, séu ekki alveg nægilega góð og það vanti upp á þau. 64 ríki og yfirráðasvæði hafa fengið bóluefni og það hafa fimm alríkislögsögusvæði einnig fengið. Öll hafa þau skráð aldur og kyn þeirra sem hafa verið bólusettir til þessa en aðeins rétt rúmlega helmingur hefur skráð kynþátt eða uppruna fólks.

Gögn um notkun tæplega 13 milljóna skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni voru skoðuð en þau voru notuð á tímabilinu frá 14. desember til 14. janúar. Af þeim sem voru bólusettir og vitað er um kynþátt þá voru 60,4% hvítir, 11,5% af suður-amerískum uppruna, 6% af asískum uppruna, 5,4% svartir og 14,4% af blönduðum uppruna.

Í Bandaríkjunum er dánartíðnin af völdum COVID-19 1,5 sinnum hærri hjá svörtum en hvítum og hjá fólki af suður-amerískum uppruna er dánartíðnin 1,2 sinnum hærri en hjá hvítum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran