fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Rannsóknarteymi WHO í Wuhan – „Þeir sýna okkur gögn sem enginn hefur áður séð“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 07:00

Kjötmarkaðurinn í Wuhan í Kína er talinn hafa verið uppspretta kórónuveirufaraldursins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir sýna okkur gögn sem enginn hefur áður séð,“ þetta sagði Peter Daszak í samtali við Sky News. Hann er í rannsóknarteymi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO sem er nú í Wuhan í Kína að rannsaka upptök heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Teymið hélt til Wuhan um miðjan janúar en þurfti að vera tvær vikur í sóttkví áður en það gat hafið störf í síðustu viku.

Sky News ræddi við Daszak sem sagði að teymið hefði séð nýjar upplýsingar, sem væri mjög gott. Það væru mikilvægar upplýsingar sem komi að gagni við að fara réttu leiðina í rannsókn á upptökunum.

Hann sagði að teymið hafi meðal annars farið á markaðinn þar sem veiran fannst fyrst. „Við tölum við fólk sem tók fyrstu sýnin af gólfinu á markaðnum og greindist síðan með smit. Upplýsingar sem við fáum frá þessu fólki, þær skipta miklu máli,“ sagði hann.

Teymið má ekki skýra frá niðurstöðum sínum strax en það má skýra frá hvernig það ber sig að við rannsóknina og við hverja það ræðir. Daszak sagði þó að kínverskir vísindamenn hafi deilt niðurstöðum rannsókna sinna með teyminu. „Við finnum smá vísbendingar hér og þar í þessu mikla gagnamagni. Þeir sýna okkur gögn sem enginn hefur séð áður. Þeir tala opinskátt um alla möguleika. Okkur miðar virkilega áfram og ég held að allir í teyminu hafi sömu sögu að segja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“
Pressan
Í gær

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám
Pressan
Fyrir 3 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu