fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Örlagaríka jólahlaðborðið í Osló – Næstum allir þeir sem smituðust eru bólusettir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. desember 2021 07:00

Veitingastaðurinn Louise í Oslól. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norsk heilbrigðisyfirvöld telja að Ómikron afbrigði kórónuveirunnar dreifist auðveldlega á milli bólusettra sem eru þétt saman innanhúss, til dæmis í samkvæmum og fundum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar norska landlæknisembættisins en hún snerist um jólahlaðborð sem var haldið á veitingastaðnum Louise í Osló 26. nóvember en þetta er líklegast umtalaðasta jólahlaðborð heims þessa dagana.

111 gestir sóttu jólahlaðborðið og af þeim smituðust 75 af kórónuveirunni. 98% þeirra höfðu lokið bólusetningu gegn kórónuveirunni. Að minnsta kosti 45 smituðust af Ómikron. Tölurnar eru þó enn aðeins á reiki því ekki er búið að fullrannsaka sum sýnin enn.

Rannsóknin hefur verið birt í ritinu Eurosurveillance.

Talið er að Ómikron hafi verið nýkomið til Noregs og hafi komið með nokkrum starfsmönnum Scatecs, sem höfðu verið í Suður-Afríku, en starfsfólk Scates sótti jólahlaðborðið umrætt kvöld.

Auk 75 jólahlaðborðsgesta greindust 65 aðrir gestir á veitingastaðnum með kórónuveiruna.

Enginn af hinum smituðu hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús og flestir hafa skýrt frá vægum einkennum, aðallega hósta, stífluðum nösum og hálssærindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks