fbpx
Föstudagur 30.janúar 2026
Pressan

Fundu steingerving risaeðlu á Grænlandi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. nóvember 2021 07:00

T rex á veiðum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður óþekkt risaeðlutegund hefur uppgötvast á Grænlandi. Það var árið 1994 sem alþjóðlegur hópur vísindamanna vann að rannsóknum á steingervingum í austurhluta landsins. En það er núna fyrst sem niðurstaða enn ítarlegri rannsókna á steingervingunum liggur fyrir. Þær leiddu í ljós að steingervingur risaeðlu er ekki af risaeðlu af tegundinni Plateosaurur eins og áður var haldið. Það er tegund sem hélt til þar sem nú er Evrópa.

Sermitsiaq skýrir frá þessu. Nýja tegundin hefur fengið nafnið issi saaneq sem þýðir bein á grænlensku. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Diversity.

Nánar tiltekið þá voru það tvær næstum heilar höfuðkúpur sem fundust á Jameson Land sem voru rannsakaðar. Rannsóknirnar leiddu í ljós að risaeðlurnar voru uppi fyrir um 214 milljónum ára og voru plöntuætur.

Sermitsiaq hefur eftir Jesper Milán, hjá jarðfræði- og landafræðideild Kaupmannahafnarháskóla, sem vann að rannsókninni að niðurstöðurnar skipti máli hvað varðar þekkingu okkar á útbreiðslu risaeðla. „Þetta þýðir að nú er miklu meiri vinna fram undan því nú vitum við allt í einu ekki hvernig útbreiðslu þeirra var háttað. Einnig verður að rannsaka aðra steingervinga betur til að sjá hvort við getum fræðst betur um ættartré risaeðlanna,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrverandi þingmaður dæmdur fyrir svívirðilegan glæp

Fyrrverandi þingmaður dæmdur fyrir svívirðilegan glæp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flestir töldu að hún hefði svipt sig lífi árið 2015 – Nýjar upplýsingar varpa grun á eiginmanninn

Flestir töldu að hún hefði svipt sig lífi árið 2015 – Nýjar upplýsingar varpa grun á eiginmanninn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Smellurinn frá níunda áratugnum nær milljarði í streymi – Söngkonan græðir næstum ekkert

Smellurinn frá níunda áratugnum nær milljarði í streymi – Söngkonan græðir næstum ekkert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glæpagengi breyta ódýrum drónum í drápsvélar

Glæpagengi breyta ódýrum drónum í drápsvélar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stofnaði stuðningshóp eftir að dóttir hennar lokaði á hana

Stofnaði stuðningshóp eftir að dóttir hennar lokaði á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjar upplýsingar um heilsu Michaels Schumacher koma fram

Nýjar upplýsingar um heilsu Michaels Schumacher koma fram
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játning í spjallþætti endaði með harmleik – Upplifði djúpa skömm

Játning í spjallþætti endaði með harmleik – Upplifði djúpa skömm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg saga alræmda bankaræningjans sem faldi sig fyrir allra augum í 20 ár – Strauk úr fangelsi, gekkst undir hnífinn og sneri sér að tónlist

Ótrúleg saga alræmda bankaræningjans sem faldi sig fyrir allra augum í 20 ár – Strauk úr fangelsi, gekkst undir hnífinn og sneri sér að tónlist