fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Mikið áfall á sjúkrahúsinu – Sjúklingar og starfsfólk drukku klósettvatn í 30 ár

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 07:00

Það er hægt að þrífa klósett með kóladrykkjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 30 ár var ekki allt eins og það átti að vera á Háskólasjúkrahúsinu í Osaka í Japan hvað varðar vatnslagnir. Þegar sjúkrahúsið var byggt fyrir um 30 árum voru gerð mistök við vatnslagnir og hafði það í för með sér að í þrjá áratugi drukku sjúklingar og starfsfólk klósettvatn og böðuðu sig upp úr því, því það var klósettvatn sem kom úr krananum.

Time Now News skýrir frá þessu. Fram kemur að í síðasta mánuði hafi stjórn sjúkrahússins tilkynnt að margar vatnslagnir hafi verið vitlaust tengdar. Af þeim sökum hefði klósettvatn runnið í 120 krana á sjúkrahúsinu.

Það má síðan velta fyrir sér hvernig stendur á því að í öll þessi ár hafi enginn tekið eftir því að vatnið var ekki eins og það átti að vera.

Sjúkrahúsið var tekið í notkun 1993 og virðist sem mistök hafi verið gerð við tengingu vatnslagna þegar það var byggt. Það var ekki fyrr en nýlega að þetta uppgötvaðist en þá var verið að undirbúa byggingu viðbyggingar og þurfti að skoða núverandi byggingu vel vegna þess.

Það sem gerir málið enn undarlegra er að minnst einu sinni í viku eru tekin vatnssýni þar sem liturinn á vatninu er rannsakaður sem og bragðið og lyktin. Skýrslur sýna að engin vandamál hafa verið með vatnið frá 2014. Ekki fylgir sögunni hvort og þá hvaða vandamál voru fyrir þann tíma.

Nýjar rannsóknir á vatninu sýna að það er ekki heilsufarsleg áhætta fólgin í að drekka það en samt sem áður er það nú ekki hugguleg tilhugsun að hafa verið að svala þorstanum á klósettvatni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu engin ummerki um litla drenginn

Fundu engin ummerki um litla drenginn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru