fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Mikið áfall á sjúkrahúsinu – Sjúklingar og starfsfólk drukku klósettvatn í 30 ár

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 07:00

Það er hægt að þrífa klósett með kóladrykkjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 30 ár var ekki allt eins og það átti að vera á Háskólasjúkrahúsinu í Osaka í Japan hvað varðar vatnslagnir. Þegar sjúkrahúsið var byggt fyrir um 30 árum voru gerð mistök við vatnslagnir og hafði það í för með sér að í þrjá áratugi drukku sjúklingar og starfsfólk klósettvatn og böðuðu sig upp úr því, því það var klósettvatn sem kom úr krananum.

Time Now News skýrir frá þessu. Fram kemur að í síðasta mánuði hafi stjórn sjúkrahússins tilkynnt að margar vatnslagnir hafi verið vitlaust tengdar. Af þeim sökum hefði klósettvatn runnið í 120 krana á sjúkrahúsinu.

Það má síðan velta fyrir sér hvernig stendur á því að í öll þessi ár hafi enginn tekið eftir því að vatnið var ekki eins og það átti að vera.

Sjúkrahúsið var tekið í notkun 1993 og virðist sem mistök hafi verið gerð við tengingu vatnslagna þegar það var byggt. Það var ekki fyrr en nýlega að þetta uppgötvaðist en þá var verið að undirbúa byggingu viðbyggingar og þurfti að skoða núverandi byggingu vel vegna þess.

Það sem gerir málið enn undarlegra er að minnst einu sinni í viku eru tekin vatnssýni þar sem liturinn á vatninu er rannsakaður sem og bragðið og lyktin. Skýrslur sýna að engin vandamál hafa verið með vatnið frá 2014. Ekki fylgir sögunni hvort og þá hvaða vandamál voru fyrir þann tíma.

Nýjar rannsóknir á vatninu sýna að það er ekki heilsufarsleg áhætta fólgin í að drekka það en samt sem áður er það nú ekki hugguleg tilhugsun að hafa verið að svala þorstanum á klósettvatni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída