fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Óttaðist að börn Donald Trump myndu gera Bandaríkin að athlægi – „Sveitalubbar“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. október 2021 06:59

Ivanka Trump. Mynd:U.S. Department of State

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir eru eflaust stressaðir þegar kemur að því hitta Elísabetu II Bretadrottningu í fyrsta sinn og jafnvel í hvert sinn. En Lindsay Reynolds, þáverandi starfsmannastjóri Melania Trump, hafði miklar áhyggjur þegar Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, fór í opinbera heimsókn til Bretlands í júní 2019. Með Trump í för voru Melania, eiginkona hans, og börn forsetans. Reynolds óttaðist að börnin myndu hegða sér eins og „sveitalubbar“ og gera Bandaríkin að athlægi þegar þau hittu drottninguna.

Þetta kemur fram í bókinni „I‘ll Take Your Questions Now, What I Saw at Trump White House“ sem kom út í gær. Hún er eftir Stephanie Grisham, sem var fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins um skeið þegar Trump var forseti og einnig var hún talskona Melania Trump. Grisham er einna þekktust fyrir að hafa ekki haldið einn einasta fréttamannafund frá því í júlí 2019 þar til í apríl 2020 en þá gegndi hún embætti fjölmiðlafulltrúa.

En hún virðist hafa frá miklu að segja í bók sinni. Samkvæmt umfjöllun Daily Mail þá hlakkaði börn Trump mikið til Bretlandsferðarinnar en Reynolds var mjög áhyggjufull. „Við munum líta út eins og „Beverly Hillbillies,“ sagði Reynolds að sögn og vísaði þar til samnefndar sjónvarpsþátta um sveitalubba sem finna olíu, efnast og flytja til Beverly Hills. „Við verðum að athlægi um allt land,“ sagði Reynolds einnig að sögn og hafði fulla ástæðu til að vera smeyk.

Þegar Donald Trump fór einn í opinbera heimsókn til Bretlands árinu áður gerði hann Breta öskureiða með því að ganga á undan drottningunni en það er gróft brot á siðareglum konungsfjölskyldunnar.

Álíka „hneyksli“ átti sér næstum stað 2019 því Ivanka Trump, dóttir forsetans, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, reyndu að sögn að fara með á fund með drottningunni í Lundúnum en það hefði verið alvarlegt brot á siðareglum hirðarinnar. En þar sem ekki var pláss í þyrlunni sem flutti forsetann á fund drottningarinnar komust þau ekki með. Þau voru þó með í móttökukvöldverði drottningarinnar.

Grisham segir að þá hafi Ivanka fengið smá konunglegan gljáa en hún hegðaði sér þannig í Hvíta húsinu að halda mátti að hún væri konungborin og var hún kölluð „Prinsessan“ af mörgum, þar af meðal af Melania sem er að sögn ekki hrifin af stjúpdóttur sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“