fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Reiðhjólafólk taldi sig hafa fundið lík – Reyndist vera allt annað

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 05:59

Engin furða að fólkið hafi talið að um lík væri að ræða. Mynd:Gendarmerie de la Loire

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudag í síðustu viku hringdi par, sem var í reiðhjólatúr, í frönsku neyðarlínuna og tilkynnti um lík í síki í Loire í Briennon. Lögreglumenn bjuggu sig undir hið versta og flýttu sér á vettvang ásamt slökkviliðsmönnum.

Þeir drógu dularfullan svartan ruslapoka, sem parið hafði séð í vatninu, í land og ekki var annað að sjá en að í pokanum væri mannslík.

Pokinn var opnaður og er óhætt að segja að viðstöddum hafi brugðið í brún og létt mikið þegar búið var að opna pokann því það var ekki lík í honum. En í honum var höfuðlaus kynlífsdúkka.

Þetta kom í ljós þegar pokinn var opnaður. Mynd:Gendarmerie de la Loire

Lögreglan birti færslu um málið á Facebooksíðu sinni og sagðist gjarnan vilja komast í samband við eiganda dúkkunnar til að skila henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali