fbpx
Föstudagur 23.janúar 2026
Pressan

Texas er nýr heimavöllur Trump

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 17:30

Donald Trump, Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir ósigurinn í forsetakosningunum flutti Donald Trump til Flórída og hefur nokkuð hægt um sig opinberlega en á bak við tjöldin situr hann ekki auðum höndum og beitir áhrifum sínum til hins ítrasta innan Repúblikanaflokksins. Hann hefur sterk ítök í flokknum í Texas og þar virðast flokksmenn vilja þóknast honum.

Ef fólk hefur átt von á að Repúblikanar í Texas myndu taka upp hófsamari stefnu eftir ósigur Trump þá hafði það kolrangt fyrir sér. Repúblikanar í ríkinu hafa að undanförnu gert það sem var hátt skrifað á óskalista Trump.

Repúblikanar eru í meirihluta í báðum deildum þings ríkisins og hafa frá því að forsetakosningarnar fóru fram þrengt fóstureyðingarlögin þannig að nú er fóstureyðing óheimili ef kona er komin sex vikur á leið.

Þeir hafa einnig slakað á vopnalöggjöfinni, sem var nú ekki ströng fyrir, og nú mega allir 21 árs og eldri bera skotvopn, bæði sýnilegt og hulið, án þess að þurfa sérstakt leyfi til þess. Áður þurfti að fá sérstakt leyfi til þess og sækja námskeið í meðferð skotvopna. Gagnrýnendur laganna segja að þau auki líkurnar á að Texas verði að nýju Villta Vestri. En stuðningsmenn laganna segja að þau gefi fólki tækifæri á að verja sjálft sig.

Demókratar létu þessi lagafrumvörp yfir sig ganga og lögðu ekki til atlögu við Repúblikana fyrr en þeir lögðu fram frumvarp um hertar reglur um kosningar í ríkinu. Það dylst fáum að þeim er ætlað að halda svörtum og öðrum minnihlutahópum frá því að greiða atkvæði en þetta eru samfélagshópar sem styðja frekar Demókrata en Repúblikana.

Demókrötum tókst að vinna smá tíma með því að yfirgefa þinghúsið og því var ekki hægt að greiða atkvæði um frumvarpið áður en þingið fór í sumarleyfi. Þetta keypti smá tíma en ekki endanlegan sigur því ríkisstjórinn hyggst kalla þingið saman til aukaþings til að koma frumvarpinu í gegn.

Fingraför Trump eru greinileg á frumvarpinu því það á rætur að rekja til staðlausra staðhæfinga hans um víðtækt kosningasvindl í forsetakosningunum í nóvember. Ekkert hefur komið fram sem sannar þessar fullyrðingar hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hæðist að Leavitt fyrir að þræta fyrir Íslands-ummæli forsetans – „Þú veist að það er til upptaka af þessu?“

Hæðist að Leavitt fyrir að þræta fyrir Íslands-ummæli forsetans – „Þú veist að það er til upptaka af þessu?“
Pressan
Í gær

Myndband sýnir skriðufallið á Nýja-Sjálandi – Margra saknað

Myndband sýnir skriðufallið á Nýja-Sjálandi – Margra saknað
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 merki um að maki þinn gæti verið að halda framhjá

5 merki um að maki þinn gæti verið að halda framhjá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samsæriskenning um skelfilegan atburð í sumar hrakin af vísindamönnum NASA

Samsæriskenning um skelfilegan atburð í sumar hrakin af vísindamönnum NASA
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hákarl réðst á 12 ára dreng – Fjölskyldan veitir upplýsingar um líðan hans

Hákarl réðst á 12 ára dreng – Fjölskyldan veitir upplýsingar um líðan hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Braut rifbein við tökur á kynlífssenum með þremur körlum

Braut rifbein við tökur á kynlífssenum með þremur körlum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harry er mættur og tilbúinn í lokaslaginn við bresk slúðurblöð

Harry er mættur og tilbúinn í lokaslaginn við bresk slúðurblöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglustjórinn í Minneapolis titraði af reiði þegar hann sá myndband af ICE handtaka fatlaða konu – „Guð minn góður“

Lögreglustjórinn í Minneapolis titraði af reiði þegar hann sá myndband af ICE handtaka fatlaða konu – „Guð minn góður“