fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Gerir út af við síðustu von McCann-hjónanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 06:00

McCann-hjónin með mynd af Madeleine.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum dögum hefði Madeleine McCann orðið 18 ára ef hún væri enn á lífi en það telur lögreglan útilokað. Henni var rænt úr íbúð fjölskyldunnar þegar hún var í sumarleyfi í Portúgal í byrjun maí 2007.  Foreldrar hennar hafa þó ekki gefið upp alla von og hafa haldið fast í vonina um að sjá hana aftur á lífi. En nú hefur þýska lögreglan gert út af við veika von foreldranna um að þau muni sjá Madeleine aftur á lífi.

Hans Christian Wolters, saksóknari, stýrir rannsókn þýsku lögreglunnar á máli Madeleine en þýska lögreglan telur að þekktur þýskur barnaníðingur hafi orðið Madeleine að bana. Samkvæmt frétt Daily Mail þá sagði Wolters nýlega að Madeleine hefði verið myrt í Portúgal fljótlega eftir að henni var rænt.

Wolters stýrir rannsókn þýsku lögreglunnar sem miðar að því að afla nægilegra sönnunargagna gegn Christian Brueckner, 44 ára, sem er grunaður um að hafa numið Madeleine á brott og myrt hana.

Ummælin um að Madeleine hafði verið myrt í Portúgal komu þegar hann var spurður hvar hann telji að morðið hafi átt sér stað. „Í Portúgal. Ég er bjartsýnn á að við náum að leysa þetta mál,“ sagði hann.

Madeleine McCann. Mynd:Getty

Fyrir nokkrum dögum sögðust McCann-hjónin vonast til að sjá Madeleine aftur á líf en það gerðu þau þegar þau birtu afmæliskveðju til hennar.

 

Wolters sagðist reikna með að í lok sumars verði hægt að gefa út ákæru á hendur Brueckner fyrir morðið á Madeleine. Hann afplánar nú dóm í Þýskalandi fyrir fíkniefnabrot og nauðgun. Hann hefur legið undir grun síðan í júní á síðasta ári.

Þýska lögreglan hefur ekki viljað skýra í smáatriðum af hverju hún er svo sannfærð um að Brueckner hafi myrt Madeleine. Þó er vitað að þessi sannfæring byggist ekki á réttarmeinafræðilegum gögnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau