fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Nýjar og óhugnanlegar upplýsingar um hvarf flugs MH370

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. maí 2021 05:24

Vél frá Malaysian Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. mars 2014 hvarf flug MH370 sem var frá Malaysia Airlines sporlaust á leið frá Kuala Lumpur í Malasíu til Peking í Kína. Flugvélin hvarf skyndilega af ratsjám og í kjölfarið hófst mikil leit að henni. Um er að ræða eina stærstu ráðgátu flugsögunnar en 239 manns voru um borð í vélinni. En nú eru nýjar og óhugnanlegar upplýsingar komnar fram um hvarf vélarinnar.

Samkvæmt frétt news.com.au þá benda gögn til að flugstjóri vélarinnar hafi af ásetningi breytt bæði hraða og leið vélarinnar til að ekki væri hægt að rekja ferðir hennar. Meðal annars er hann sagður hafa tekið óvænta u-beygju út frá fyrirhugaðri flugleið áður en vélin hvarf.

Þetta er byggt á rannsóknum Richard Godfrey, flugvélaverkfræðings, sem hefur rannsakað málið árum saman. Hann telur að flugstjórinn, Zaharie Ahmad Shah, hafi flogið „vel skipulagða leið“ til að forðast „að veita skýrar upplýsingar um hvert hann var að fara“.

Godfrey notaði gögn frá Weak Signal Propagation, sem er net útvarpsmerkja á heimsvísu, til að rekja hreyfingar vélarinnar. Þegar flugvél flýgur yfir þessi merki skilur hún eftir sig merki. En þau geta verið ónákvæm á svæðum þar sem mikil flugumferð er og af þeim sökum bar hann merkin saman við merki frá gervihnattasímanum sem var í flugstjórnarklefanum.

„Bæði kerfin eru hönnuð til annarra hluta en að bera kennsl á og staðsetja flugvélar en ef þessi tvö kerfi eru notuð saman er hægt að bera kennsl á og staðsetja MH370 á flugleið vélarinnar yfir Indlandshafi,“ sagði Godfrey.

Greining hans bendir til að síðasti áfangastaður vélarinnar hafi verið suðvestan við vesturhluta Ástralíu. Hann telur að flugstjórinn hafi skipulagt nýja flugleið sem hann fylgdi síðan í einu og öllu. „Nákvæmnin í skipulagningunni bendir til hugfars manns sem vildi fylgja áætlun í einu og öllu,“ sagði Godfrey.

Fyrri rannsóknir hafa bent til að vélin hafi hrapað í Indlandshaf. Tony Abott, sem var forsætisráðherra Ástralíu þegar vélin hvarf, sagði í heimildarmynd fyrir fimm árum að allt benti til að flugstjórinn hafi ætlað að fremja svokallað morðsjálfsvíg, það er að segja að fyrirfara sér og taka fjölda annarra með í dauðann.

Allt frá því að vélin hvarf af ratsjám 40 mínútum eftir flugtak frá Kuala Lumpur hefur verið reynt að leysa ráðgátuna um hvarf hennar en þetta hefur verið dýrasta flugslysarannsókn sögunnar að sögn news.com.au.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna