fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Keypti 17 tryggingar áður en hann sagaði fingur af sér

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Algjör tilviljun eða skipulagt tryggingasvindl? Það er spurningin sem dómari í Hjørring á Jótlandi í Danmörku reynir nú að komast til botns í. Þar er nú réttað yfir 33 ára karlmanni sem er ákærður fyrir umfangsmikið tryggingasvindl.

Hann sagði af sér litla fingur 2014 þegar hann var að vinna við sög í bílskúrnum sínum. Það vakti ákveðnar grunsemdir að á árunum fyrir slysið keypti maðurinn sér 17 slysatryggingar. Hann er ákærður fyrir að hafa sagað fingurinn af sér í því skyni að fá tryggingabætur greiddar. Um verulegar fjárhæðir er að ræða því ef örorka hans er metin 100% á hann rétt á um 33 milljónum danskra króna í bætur en það svarar til um 695 milljóna íslenskra króna.

Samkvæmt frétt Nordjyske Stiftstidende þá neitar maðurinn sök og segist hafa keypt svona margar tryggingar af því að hann óttaðist að slasast. „Faðir minn slasaðist einnig og það hafði mikil áhrif á mig á æskuárum mínum. Ég var á barnageðdeild af því að ég átti svo erfitt með að takast á við þetta. Ég hræðist slys,“ sagði hann fyrir dómi.

Skömmu eftir slysið 2014 reyndi maðurinn að innheimta tryggingabætur en aðeins eitt félag greiddi honum bætur en þær voru upp á 65.000 danskar krónur en það svarar til tæplega 1,4 milljóna íslenskra króna. Hin 16 félögin neituðu að greiða honum bætur og í staðinn fyrir að fá peninga fór áhugi lögreglunnar að beinast að honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?