fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Aðeins 5,4% þeirra sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni í Bandaríkjunum eru svartir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 18:30

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin hefur komist að því að aðeins 5,4% þeirra sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni í Bandaríkjunum eru svartir. Þetta er lægra hlutfall en hlutfall svartra á dvalarheimilum og svartra heilbrigðisstarfsmanna. Á dvalarheimilum eru um 14% íbúanna svartir og í heilbrigðiskerfinu er um 16% starfsfólksins svart. Íbúar á dvalarheimilum og heilbrigðisstarfsfólk er í forgangshópum hvað varðar bólusetningu.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að smitsjúkdómastofnunin hvetji þó til varkárni við túlkun á tölunum þar sem gögnin, sem þær eru unnar upp úr, séu ekki alveg nægilega góð og það vanti upp á þau. 64 ríki og yfirráðasvæði hafa fengið bóluefni og það hafa fimm alríkislögsögusvæði einnig fengið. Öll hafa þau skráð aldur og kyn þeirra sem hafa verið bólusettir til þessa en aðeins rétt rúmlega helmingur hefur skráð kynþátt eða uppruna fólks.

Gögn um notkun tæplega 13 milljóna skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni voru skoðuð en þau voru notuð á tímabilinu frá 14. desember til 14. janúar. Af þeim sem voru bólusettir og vitað er um kynþátt þá voru 60,4% hvítir, 11,5% af suður-amerískum uppruna, 6% af asískum uppruna, 5,4% svartir og 14,4% af blönduðum uppruna.

Í Bandaríkjunum er dánartíðnin af völdum COVID-19 1,5 sinnum hærri hjá svörtum en hvítum og hjá fólki af suður-amerískum uppruna er dánartíðnin 1,2 sinnum hærri en hjá hvítum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?