fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Segir að minnst tvö ár séu í að lífið verði komið í eðlilegt horf

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 05:24

Kórónuveirusýni tekið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið á heimsvísu mun ekki komast aftur í fyrra horf, eðlilegt horf, fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Allt veltur þetta á hversu vel mun ganga að framleiða bóluefni og bólusetja fólk um allan heim.

Sky News hefur þetta eftir Dr Clare Wenham, prófessor  í alþjóðaheilbrigðisfræðum við London School of Economics. „Eins og staðan er núna sýna gögn að það verði ekki fyrr en 2023/2024 sem búið verður að koma bóluefnum til allra í heiminum. Það er langur tími. Það að dreifa hluta þeirra núna gæti fært okkur líf í eðlilegum farvegi fyrr,“ er haft eftir henni.

Hún sagði einnig að þegar búið verður að bólusetja alla á Bretlandi verði áfram að hafa landamæraeftirlit vegna þeirrar ógnar sem geti stafað frá stökkbreyttum afbrigðum veirunnar. „Þessi faraldur er ekki afstaðinn fyrr en hann er afstaðinn um allan heim,“ sagði hún.

„Við munum áfram búa við einhverskonar takmarkanir, ferðatakmarkanir, landamæraeftirlit – meira að segja þegar búið verður að bólusetja okkur, þar til búið er að bólusetja um allan heim. Það er því til mikils að vinna að tryggja að allir um allan heim séu að minnsta kosti með lágmarksskammt af bóluefnum á sama tíma,“ sagði hún einnig.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur hvatt Breta til að gera hlé á bólusetningum þar í landi um leið og búið er að bólusetja forgangshópa til að hægt verði að koma bóluefnum til annarra ríkja, fátækra ríkja. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, hefur ítrekað sagt að dreifa verði bóluefnum á jafnan og sanngjarnan hátt og hefur varað við að „ég fyrst“ hugsunin muni ekki gera annað en að lengja í faraldrinum og valda bæði mannlegum og efnahagslegum þjáningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 6 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta