fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

3.000 skammtar af bóluefni gegn kórónuveirunni fluttir til Falklandseyja

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 20:00

Stanley er höfuðstaður Falklandseyja. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær flutti flugvél frá breska flughernum 3.000 skammta af bóluefninu frá AstraZeneca gegn kórónuveirunni til Falklandseyja. Þar hafa 41 smit greinst frá upphafi faraldursins en enginn hefur látist af völdum veirunnar.

Falklandseyjar eru í Atlantshafi, undan ströndum Argentínu, og eru breskt yfirráðasvæði. Eyjarnar eru með sjálfsstjórn en Bretar sjá um utanríkismál og varnarmál.

Sky News hefur eftir talsmanni varnarmálaráðuneytisins að það sé ákveðin áskorun að flytja bóluefni til Falklandseyja vegna fjarlægðar þeirra frá Bretlandi og veðurfarslegra aðstæðna á leiðinni og við eyjurnar. Það þurfti að skipuleggja ferðina mjög vel því geyma þarf bóluefnið í frosti og varð áhöfn flugvélarinnar að tryggja að frost væri á bóluefninu alla leiðina.

Leona Roberts, þingmaður á þingi eyjanna, fagnaði sendingunni og sagði í samtali við Sky News að þetta væri jákvætt skref í að vernda íbúanna gegn kórónuveirunni en um 3.500 manns búa á eyjunum. „Þrátt fyrir að við séum í um 8.000 mílna fjarlægð erum við svo sannarlega hluti af bresku fjölskyldunni. Við vitum hversu erfitt ástandið er í Bretlandi og erum því bresku ríkisstjórninni mjög þakklát fyrir að styðja okkur. Þetta mun skipta miklu máli,“ sagði hún.

Í fyrstu verða það íbúar eldri en fimmtíu ára sem verða bólusettir auk þeirra sem þykja í aukinni áhættu á að fara illa út úr smiti sem og framlínufólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað