fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Fundu fyrsta dverggíraffa sögunnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 18:33

Hér sést annar dverggíraffanna. Mynd:Michael Brown og Emma Wells/Giraffe Conservation Foundation

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrstu viðbrögð mín voru að ég trúði þessu ekki,“ sagði Michael Brown í samtali við New York Times um augnablikið þegar hann sá dverggíraffa. Hann er einn margra vísindamanna sem fylgjast með fjölda gíraffa í Afríku og telja þá reglulega. Þetta er gert á vegum samtakanna Giraffe Conservation Foundation.

Raunar fundu vísindamenn á vegum samtakanna tvo dverggíraffa. Þann fyrri rákust þeir á í Murchison Falls þjóðgarðinum í Úganda en hinn á sveitabæ í Namibíu.

Gíraffi A er eðlilega vaxið karldýr. B er Gimli sem er 2,84 metrar og C er Nigel sem er 2,59 metrar. Mynd:Michael Brown og Emma Wells/Giraffe Conservation Foundation

Gíraffarnir hafa fengið nöfnin Gimli og Nigel. Eins og aðrir gíraffar eru þeir með langan háls en hins vegar eru fætur þeirra mun styttri en hjá öðrum gíröffum. Þeir þjást báðir af erfðafræðilegum sjúkdómi sem veldur dvergvexti og öðrum truflunum á þroska. Þetta er mjög sjaldgæft hjá dýrum, sérstaklega villtum dýrum. Hjá húsdýrum kemur þetta oftar fyrir og þá vegna innræktunar og þar með skorts á erfðafræðilegum fjölbreytileika.

Gíraffar eru hæstu spendýrin en meðalhæð fullvaxinna dýra er á milli 4,3 og 6,1 metri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?