fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Kínverjar vara Norðmenn við – Engin Nóbelsverðlaun fyrir aðgerðasinna í Hong Kong

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. september 2020 23:30

Nóbelsverðlaun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, var í opinberri heimsókn í Noregi nýlega. Hann notaði tækifærið til að vara norsku Nóbelsnefndina við að veita aðgerðasinnum í Hong Kong friðarverðlaun.

„Í fortíðinni, nútíðinni og framtíðinni mun Kína verjast öllum tilraunum til að nota friðarverðlaun Nóbels til afskipta af innanríkismálefnum Kína. Kínverjar standa jafn fast á þessari skoðun og fjall,“

Sagði hann á fréttamannafundi þegar hann svaraði spurningu um hvernig Kínverjar myndu bregðast við ef friðarverðlaun Nóbels falla lýðræðissinnum í Hong Kong í skaut.

Kínverjar innleiddu nýlega ný öryggislög í Hong Kong en þau gefa kínverskum yfirvöldum möguleika á að taka hart á þeim sem berjast fyrir lýðræði í þessari fyrrum bresku nýlendu. Gagnrýnendur segja að þetta brjóti gegn samningi Bretland og Kína frá 1997 um að Kínverjar fengju aftur yfirráð yfir Hong Kong gegn því að Hong Kong fengi að njóta ákveðinnar sérstöðu næstu 50 árin hvað varðar tjáningarfrelsi og ýmislegt annað.

Árið 2010 fékk Liu Xiaobo, sem var mjög gagnrýnin á kínverska kommúnistaflokkinn og stjórn hans, friðarverðlaun Nóbels. Kínverjar brugðust mjög harkalega við því og má segja að öll samskipti þeirra við Norðmenn hafi verið fryst.

Deilunum lauk 2016 með því að Norðmenn hétu að gera ekki neitt það sem grefur undan kínverskum hagsmunum. Liu Xiaobo lést af völdum krabbameins í lifur 2017 en hann hafði verið í fangelsi síðan 2008 vegna baráttu hans fyrir mannréttindum í Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp