fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Trump hefur ekki greitt skatta sem neinu nemur síðustu 15 ár – „Hann lýgur, svindlar og stelur“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. september 2020 05:34

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hefur Demókratinn Billy Pascrell barist fyrir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta, verði gerðar opinberar. Trump hefur ekki viljað opinbera þær en í gær fjallaði New York Times um þær og skýrði frá því að á síðustu fimmtán árum hafi Trump næstum ekki greitt neinn skatt til alríkisins. Hann greiddi engan skatt í tíu af þessum fimmtán árum og lágar upphæðir í hin fimm.

„Þetta er áfall og staðfestir það sem við höfum óttast mest. Donald Trump hefur eytt öllu lífi sínu í að misnota skattkerfið með því að ljúga, svindla og stela á þann hátt að maður getur eiginlega ekki ímyndað sér það,“

skrifaði Pascrell á Twitter eftir afhjúpun New York Times.

Trump vísaði því á bug í gærkvöldi að hann hefði ekki greitt skatt:

„Þetta eru falsfréttir. Ég hef greitt mikinn tekjuskatt í New York,“

sagði hann.

Hann lofaði einnig að birta skattaupplýsingar sínar þegar yfirstandandi málum hans við skattyfirvöld er lokið.

New York Times segir að ástæðan fyrir því að Trump hefur ekki greitt skatt árum saman sé að tap hans hafi verið meira en tekjur. Ef þetta er rétt þá eru nú komnir ansi miklir brestir í þá mynd sem Trump hefur dregið upp af sjálfum sér sem duglegum og auðugum kaupsýslumanni.

Demókratar hafa ekki dregið af sér við að tjá sig um þessa „skattasprengju“ sem New York Times lét falla í gær, skömmu fyrir forsetakosningarnar.

„Hinn sjálfútnefndi milljarðamæringur Donald Trump fékk 72,9 milljónir dollara endurgreidda frá skattinum en hann greiddi ekki alríkisskatt í tíu af fimmtán árum. Trump elskar fyrirtækja sósíalisma fyrir sjálfan sig en grjótharðan kapítalisma fyrir aðra,“

skrifaði Bernie Sanders á Twitter.

Billy Pascrell segist ætla að fylgja málinu áfram og hætti ekki fyrr en öll skattagögn Trump hafi verið gerð opinber.

„Trump er spilltasti forseti sögunnar. Ég gefst ekki upp við að sanna það. Þetta snýst ekki um pólitík því enginn borgari er hafinn yfir lög,“

sagði hann.

Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, birti stutta færslu á Twitter um skattamál Trump:

„Réttu upp hönd ef þú greiðir meira í alríkisskatt en Trump forseti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?