fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

9 af hverjum 10 fórnarlömbum COVID-19 í Noregi voru með króníska sjúkdóma

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. september 2020 21:30

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af þeim 236, sem létust af völdum COVID-19 frá mars og út maí í Noregi, voru 215 með króníska sjúkdóma. Þetta kemur fram í niðurstöðum yfirferðar á öllum andlátum af völdum COVID-19 á fyrstu þremur mánuðum heimsfaraldursins.

Yfirferðin sýnir að 9 af hverjum 10, sem létust af völdum COVID-19 frá mars til og með maí, voru með króníska sjúkdóma. Þetta kemur fram í tölum norsku dánarvottorðaskráarinnar að sögn landlæknisembættisins.

Í öllum tilfellum var það þannig að COVID-19 dró fólkið til dauða en ekki er hægt að segja til um hvaða áhrif aðrir sjúkdómar höfðu að sögn Marianne Sørlie Strøm hjá dánarvottorðaskránni.

Fram kemur að hjarta- og æðasjúkdómar voru algengustu krónísku sjúkdómar fórnarlamba veirunnar. Þar á eftir koma lungnasjúkdómar.

Samantekt landlæknisembættisins sýnir einnig að níu af hverjum tíu, sem létust, voru eldri en sjötíu ára. Einnig kemur fram í samantektinni að þrátt fyrir mörg andlát af völdum COVID-19 hafi dánartíðnin í heild í landinu verið næstum því hin sama í mars, apríl og maí og hún var í sömu mánuðum á  síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“