fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Pressan

Breskur njósnari að nafni James Bond starfaði í Póllandi á sjöunda áratugnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. september 2020 07:00

Daniel Craig í hlutverki James Bond. Það er enn á huldu hver verður næsti Bond.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum Pólverjum hefur eflaust brugðið í brún við þau tíðindi að breskur njósnari að nafni James Bond hafi komið til Póllands 1964 og starfað þar. Pólska stofnunin um minningar fortíðarinnar (IPN) skýrði frá þessu á samfélagsmiðlum.

Segir stofnunin að í skjalageymslum hafi fundist skjöl sem sýni að James Bond hafi komið til landsins 18. febrúar 1964. Hér er auðvitað ekki um söguhetjuna þekktu sem Ian Fleming skapaði heldur raunverulegan mann. Hann starfaði sem skjalavörður hjá bresku hermálafulltrúanefndinni í Varsjá.

Marcena Kruk, yfirmaður hjá IPN, sagði að vitað sé að Bond hafi verið í Póllandi 1964 og 1965.

„Hann ferðaðist aðeins um . . . hann hafði mikinn áhuga á konum eins og nafni hans en það stendur ekki eitt orð um Martini,“

sagði hún og vísaði þar til uppáhaldsdrykks James Bond í bókunum og kvikmyndunum um hann.

„Það eru hins vegar upplýsingar um að honum hafi þótt pólskur bjór góður,“

bætti Kruk við.

Bond var undir stífu eftirliti á meðan hann dvaldi í Póllandi. Hann fór meðal annars til Bialystock og Olsztyn í norðvesturhluta landsins þar sem hann reyndi að komast inn í herstöð en Póllandi var stýrt af Sovétríkjunum á þessum tíma.

Ekkert í skjölunum bendir til að hann hafi átt í samskiptum við Pólverja en það hefði getað hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hvern þann sem hefði átt í samskiptum við hann.

Nú standa eftir spurningar um hvort Bretar hafi verið að reyna að rugla Pólverja í ríminu með því að senda James Bond til landsins og hvort nafnið hafi verið uppspuni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir fann dóttur sína sem var rænt á jóladag

Faðir fann dóttur sína sem var rænt á jóladag
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026
Pressan
Fyrir 1 viku

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda