fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

Rússar, Kínverjar og Íranar gera tölvuárásir á kosningaframboð Biden og Trump

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. september 2020 09:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir tölvuþrjótar hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi 200 bandaríska samtaka sem tengjast forseta- og þingkosningunum í haust. Auk þeirra hafa kínverskir og íranskir tölvuþrjótar reynt að brjótast inn í tölvukerfin.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Microsoft sendi frá sér í gær.

„Þær aðgerðir, sem við skýrum frá í dag, sýna greinilega að erlendir hópar hafa aukið tilraunir sínar í tengslum við kosningabaráttuna,“

segir í tilkynningunni.

Fram kemur að hópur rússneskra tölvuþrjóta, sem stóð að baki stórrar árásar á tölvukerfi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2016, hafi gert stórar árásir að undanförnu. Um er að ræða hópinn Fancy Bear sem er einnig þekktur sem Strontium eða ATP28.

Bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að hópnum sé stýrt af leyniþjónustu rússneska hersins.

Að þessu sinni hefur hópurinn beint spjótum sínum að bæði Demókrötum og Repúblikönum og ráðgjöfum sem starfa fyrir flokkana og einstaka frambjóðendur. Microsoft segir að hópurinn hafi ráðist á 200 aðila að undanförnu, margir þeirra tengjast kosningunum beint eða óbeint.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta