fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Pressan

Fæddist með tvo munna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 07:00

Hún fæddist með tvo munna. Mynd:BMJ Journals

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlka sem fæddist í Charleston í Suður-Karólínu var með tvo munna. Þetta er mjög sjaldgæft en þó ekki með öllu óþekkt. Tennur og tungur voru í báðum munnum hennar. Aðeins er vitað um 35 svona tilfelli á síðustu 120 árum.

Þetta uppgötvaðist þegar móðir hennar fór í sónar á síðustu vikum meðgöngunnar. Læknar sáu þá að eitthvað var að en gátu ekki sagt til um hvað það var með fullri vissu. Þeir töldu í upphafi að um blöðru eða æxli væri að ræða.

Það var ekki fyrr en stúlkan fæddist sem læknarnir sáu að um auka munn var að ræða, með vörum, sex tönnum og lítilli tungu. Skýrt er frá þessu í læknaritinu BMJ Case Reports. Fram kemur að auka munnurinn hafi ekki tengst hinum. Ástand sem þetta er kallað diprosopus eða craniofacial duplication.

Stúlkan gat andað, drukkið og borðað á eðlilegan hátt þrátt fyrir að vera með tvo munna. Þegar hún var sex mánaða fór hún í stóra aðgerð þar sem auka munnurinn var fjarlægður. Meðal annars varð að bora í kjálka hennar til að fjarlægja tennurnar í auka munninum. Sex mánuðum eftir aðgerðina virkaði munnur hennar nánast eðlilega. Hún ber smávægileg merki í andliti eftir aðgerðina og lítil taug í neðri vörinni eyðilagðist. Hún þarf ekki að fara í frekari aðgerðir.

Aðgerðin heppnaðist vel. Mynd:BMJ Journals
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Slapp úr haldi eftir fimm ár í hryllingshúsi

Slapp úr haldi eftir fimm ár í hryllingshúsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðamenn á Kanarí hvattir til að leika þetta ekki eftir – „Ekki fært mér neitt nema ógæfu“

Ferðamenn á Kanarí hvattir til að leika þetta ekki eftir – „Ekki fært mér neitt nema ógæfu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök