fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

John Bolton segir mögulegt endurkjör Trump ávísun á hörmungar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 07:01

John Bolton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Bolton, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segir að forsetakosningarnar í nóvember séu síðasta tækifæri bandarísku þjóðarinnar til að koma í veg fyrir mjög skaðlegar afleiðingar af forsetatíð Trump.

Þetta sagði hann í samtali við ABC News á sunnudagskvöldið. Þetta var fyrsta stóra viðtalið sem Bolton veitti í tengslum við útgáfu á nýrri bók hans um tíma hans í Hvíta húsinu sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Bókin kemur út í dag.

„Ég vona að hans verði minnst í sögubókum sem forseta sem sat aðeins í eitt kjörtímabil og að hann hafi ekki sent landið í spíral niður á við sem ekki er hægt að komast út úr.“

Bolton er yfirlýstur stuðningsmaður repúblikanaflokksins en lítur ekki á Trump sem „íhaldssaman repúblikana“.

„Við getum komist til valda eftir eitt kjörtímabil forseta, ég hef fulla trú á því jafnvel þótt það kraftaverk muni ekki verða í nóvember að íhaldssamur repúblikani verði kjörinn. Ég hef meiri áhyggjur af tveimur kjörtímabilum forseta.“

Bolton skýrir frá ýmsu í bók sinni sem getur komið sér illa fyrir Trump. Meðal annars að hann hafi grátbeðið Xi Jinping, forseta Kína, að aðstoða sig við að ná endurkjöri. Hann segir Trump einnig „óhæfan“ til að gegna embætti forseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída
Pressan
Fyrir 5 dögum

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri