fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Hótel setur þyngdarmörk á gesti

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. júní 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angelika Hargesheimer, eigandi Beachhotel Sahlenburg í Þýskalandi, vill að vel sé farið með húsgögnin á hótelinu og er reiðubúin til að teygja sig ansi langt í þeim efnum. Hún hefur nú sett reglur um hámarksþyngd hótelgesta.

Buten und binnen skýrir frá þessu.

„Hótelið okkar er með mikið af einstakri hönnun. Við viljum því benda á að innviðir þess henta ekki fólki sem vegur meira en 130 kíló.“

Eitthvað á þessa leið stendur nú í reglum hótelsins. Einnig kemur fram að bannað sé að reykja á hótelinu og að ekki sé tekið við gestum undir 18 ára.

Þegar Hargesheimer var spurð af hverju hún hafi sett reglur um hámarksþyngd sagði hún að meðal annars væri hótelið með sérhannaða stóla sem væru klassískir. Ef einhver þyngri en 130 kíló reyni að setjast á þá sé bara pláss fyrir eina rasskinn og stólinn brotni fljótlega.

Friedrich Schorb, hjá háskólanum í Bremen, sem hefur unnið að rannsóknum á mismunum í garð of þungs fólks er ekki sáttur við þetta. Í samtali við Buten und binnen líkti hann þessu við mismunun í garð samkynhneigðra.

„Ekkert hótel myndi þora að skrifa: „Við viljum ekki samkynhneigða.“ En þetta öfgafulla dæmi sýnir bara að þyngdarmismunun fær ekki sömu athygli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu