fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Pressan

Segir Trump hræddan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 18:00

Donald Trump Bandaríkjaforseti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump rak í gær Glenn Fines úr starfi en hann átti að hafa yfirumsjón með hjálparpakka bandarískra stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins. Í honum felst að 2.300 milljarðar dollara verða notaðir til að ýmissa verkefna og björgunaraðgerða.

Fine tók við starfinu í síðustu viku og því var starfstími hans ansi stuttur. Hann átti að stýra deildinni sem hefur eftirlit með hvernig peningunum verður varið og aðgerðum stjórnvalda á heilbrigðissviðinu. Fine hafði áður stýrt eftirliti með notkun alríkislögreglunnar FBI á ýmsum eftirlitsaðferðum og öðrum heimildum sem hún fékk í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 2001. Fine er þekktur fyrir að vera sjálfstæður og óháður öllum og mjög ágengur í starfi þar sem hann hlífir engum.

Brottreksturinn sætir töluverðri gagnrýni í Bandaríkjunum. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild þingsins, gagnrýnir brottreksturinn harðlega og segir „augljóst að Trump sé hræddur við öflugt eftirlit“.

„Forsetinn misnotar COVID-19 faraldurinn til að losa sig við heiðarlegan og óháðan embættismann sem er reiðubúinn til að segja valdhöfum sannleikann.“

Trump hefur margoft gagnrýnt þetta eftirlit og annað eftirlit sem á að tryggja að ríkisfé sé ekki misnotað.

Trump hefur nú sett Sean O‘Donnell, forstjóra hjá EPA umhverfisstofnuninni, í embættið. New York Times skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Kynning á veiðisvæðum Þingvallavatns og Úlfljótsvatns

Kynning á veiðisvæðum Þingvallavatns og Úlfljótsvatns
Fyrir 2 dögum

Gaman að veiða á Vatnasvæði Lýsu

Gaman að veiða á Vatnasvæði Lýsu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vara við árásargjörnum og svöngum rottum

Vara við árásargjörnum og svöngum rottum
Fyrir 3 dögum

Sáum laxa á Brotinu

Sáum laxa á Brotinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að Tom Hagen hafi blekkt lögregluna

Telja að Tom Hagen hafi blekkt lögregluna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Finnar segja sænska ferðamenn skapa hættu

Finnar segja sænska ferðamenn skapa hættu