fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
Pressan

Hneyksli í sænska Eurovision – Keppanda vísað úr keppni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíar taka Eurovision mjög alvarlega og leggja mikið í sölurnar ár hvert til að ná góðum árangri. Undankeppnin tekur sex vikur og er eitt vinsælasta sjónvarpsefnið þar í landi. Strangar reglur gilda auðvitað um keppnina og ekkert má út af bregða. Í vikunni tilkynnti Sænska ríkisútvarpið að einum keppanda hafi verið vikið úr keppninni en hann átti að stíga á stokk um næstu helgi.

Um er að ræða hinn 58 ára gamla leikara og söngvara Thorsten Flinck en hann er velþekktur í Svíþjóð og nýtut mikilla vinsælda. Ástæðan fyrir brottvísun hans úr keppninni er að dómsmál er nú rekið á hendur honum. Hann er ákærður fyrir að ráðist að bíl konu, sem ökumaður bíls sem Flinck var farþegi í, hafði skömmu áður tekið framúr.  Konan flautaði á þá á meðan á framúrakstrinum stóð og fór það illa í Flinck og ökumanninn. Þeir stöðvuðu og réðust að bíl konunnar, lömdu hann og höfðu í hótunum við hana.

En þetta þykir varpa skugga á virðuleika keppninnar og því fær Flinck ekki að taka þátt. Lagið sem hann átti að flytja fær þó að vera með og mun annar söngvari flytja það á laugardaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir