fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Allt að tíu sinnum fleiri kórónuveirusmit í Wuhan en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 21:00

Heilbrigðisstarfsmaður með kórónuveirusýni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega hálf milljón íbúa í Wuhan í Kína gæti hafa smitast af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, en það eru tíu sinnum fleiri en opinberar tölur sýna. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar kínversku smitsjúkdómastofnunarinnar.

Í rannsókninni var notast við sýni úr 34.000 íbúum í Wuhan, þar sem veirunnar varð fyrst vart, og íbúum í Hubei-héraði þar sem Wuhan er, Peking, Shanghai og nokkrum héröðum landsins. Voru sýnin notuð til að áætla smithlutfallið. CNN skýrir frá þessu.

Mótefni gegn veirunni fannst í 4,43% þátttakenda frá Wuhan en þar búa um 11 milljónir. Þar höfðu fram að þessu verið skráð 50.354 tilfelli að sögn heilbrigðisyfirvalda.

Smitsjúkdómastofnunin segir að rannsóknin hafi farið fram mánuði eftir að fyrsta bylgja faraldursins reið yfir. Niðurstöður hennar sýna einnig að mun færri, af þeim sem búa utan Wuhan, eru með mótefni gegn veirunni. Í Hubei-héraði reyndust aðeins 0,44% vera með mótefni gegn veirunni. Utan Hubei greindust aðeins tveir með mótefni gegn veirunni af þeim 12.000 sem voru rannsakaðir.

Smitsjúkdómastofnunin skýrði frá niðurstöðunum á samfélagsmiðlum á mánudaginn en hefur ekki skýrt frá hvort þær hafi verið birtar í vísindaritum.

Ein af ástæðunum fyrir þessum mikla mun á staðfestum smitum og hugsanlega raunverulegum fjölda smita er að heilbrigðiskerfið var ekki undir það búið að takast á við faraldurinn þegar hann skall. Sjúkrahús í Wuhan yfirfylltust á skömmum tíma, þar skorti starfsfólki, sýnatökubúnað og annað til að greina smitin. Mörgum var því sagt að fara heim og í sóttkví. Margir smituðu síðan ættingja sína og enn aðrir dóu  heima hjá sér án þess að andlátin væru skráð sem tengd COVID-19.

Það er oft vandamál hjá heilbrigðisyfirvöldum um allan heim að finna réttan fjölda smitaðra, aðallega vegna skorts á starfsfólki og búnaði. Til dæmis sýndi rannsókn sem heilbrigðisyfirvöld í New York ríki gerðu að í lok mars var einn af hverjum sjö íbúum í New York með kórónuveiruna eða 10 sinnum fleiri en opinberar tölur sýndu. Í ágúst sýndu niðurstöður annarrar rannsóknar að mótefni gegn veirunni var að finna í rúmlega 27% þeirra 1,5 milljóna New Yorkbúa sem tóku þátt í rannsókninni.

Kínverjar glíma einnig við leyndarhyggju og skort á gagnsæi hvað varðar upplýsingagjöf og hefur það hugsanlega átt sinn þátt í þeim muni sem gæti verið á fjölda staðfestra smita og raunverulegum fjölda smita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca