fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Óttast hverja kórónuveirubylgjuna á fætur annarri

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. desember 2020 05:54

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna og ráðgjafi stjórnvalda um þau mál, óttast að skammt sé í mikla fjölgun nýrra kórónuveirusmita. „Ég hef sömu áhyggjur og Joe Biden, verðandi forseti, um að á næstu vikum geti ástandið versnað enn frekar,“ sagði Fauci í viðtali við CNN.

Fauci hefur verið stjórn Donald Trump til ráðgjafar varðandi viðbrögð við heimsfaraldrinum og mun halda því starfi áfram hjá stjórn Joe Biden sem tekur við völdum þann 20. janúar næstkomandi.

Á miðvikudaginn sagði Joe Biden: „erfiðustu dagar Bandaríkjanna eru fram undan, ekki að baki“ og átti þar við heimsfaraldurinn.

Mörg bandarísk sjúkrahús eru nú yfirfull eða nánast yfirfull. Óttast er greindum smitum muni fjölga mikið nú í kjölfar jóla og áramóta þar sem fjölskyldur og vinir hittast. Bandaríkin eiga því á hættu að yfir ríði „bylgja eftir bylgju“ af nýjum smitum sagði Fauci í samtali við CNN. „Við erum á krítískum tímapunkti,“ sagði hann einnig.

Færri lögðu land undir fót í Bandaríkjunum um jólin að þessu sinni en venja er en samt sem áður voru margir á faraldsfæti, mun fleiri en gott er þegar heimsfaraldur herjar að mati sérfræðinga. Í síðustu viku fluttu flugfélögin að meðaltali um eina milljón farþega á dag.

Í kjölfar þakkargjörðarhátíðarinnar í nóvember fjölgaði smitum mikið en margir lögðu þá land undir fót til að fagna hátíðinni með ættingjum og vinum.

Rúmlega 19 milljónir Bandaríkjamanna hafa greinst með veiruna og rúmlega 332.000 hafa látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol