fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Vísindamenn segja að kengúrur geti átt í markvissum samskiptum við fólk

Pressan
Laugardaginn 16. ágúst 2025 07:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður rannsóknar sýna að kengúrur geta átt í samskiptum við fólk og það ekki fyrir tilviljun heldur af ásettu ráði. Þetta bendir til að þær búi yfir meiri vitsmunum en áður var talið.

Það voru vísindamenn við University of Sydney og University of Roehampton í Lundúnum sem gerðu rannsóknina. The Guardian skýrði frá þessu. Fram kemur að vísindamennirnir hafi lagt „óleysanlega þraut“ fyrir kengúrur. Í henni fólst að matur var inni í kassa sem þær gátu ekki opnað. Alexandra Green, einn af höfundum rannsóknarinnar, sagði að í stað þess að gefast upp hafi stór meirihluti kengúranna litið á vísindamanninn og aftur á kassann, hreyfing sem var túlkuð sem beiðni um hjálp. „Sumar þeirra gengu meira að segja að honum og byrjuðu að klóra og þefa af honum og líta síðan á kassann, svo þær voru í raun að reyna að eiga í samskiptum við hann,“ er haft eftir Green.

Svipuð hegðun hefur sést hjá öðrum dýrum þegar þau biðja fólk um hjálp en Alan McElligott, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að almennt ætti þetta bara við um dýr sem fólk hefur haldið sem húsdýr öldum saman. „Kengúrur sýndu sama hegðunarmynstur og við höfum séð hjá hundum, hestum og jafnvel geitum sem hafa fengið sama próf,“ sagði hann.

Hann sagði að þetta styðji við hugmyndir um að hvaða dýr sem er geti lært að eiga í samskiptum við aðrar tegundir ef það býr yfir nægilega öflugri heilastarfsemi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum