fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Umfangsmiklar sóttvarnaráðstafanir í Grikklandi – Aðeins stórmarkaðir og apótek mega vera opin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 07:05

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríska ríkisstjórnin hefur gripið til harðra sóttvarnaaðgerða til að reyna að stemma stigum við útbreiðslu kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, þar í landi. Frá og með næsta laugardegi verður öllum verslunum gert að loka nema stórmörkuðum og apótekum.

Þetta gildir næstu þrjár vikurnar að sögn Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra. Grikkir mega einnig aðeins fara út fyrir hússins dyr á ákveðnum tímum sólarhringsins og verða að fá sérstaka heimild til þess.

Grunnskólar verða opnir en menntaskólar loka. Mitsotakis sagðist hafa ákveðið að grípa til harðra aðgerða, betra væri að gera það of snemma en of seint.

Á þriðjudaginn var börum, veitingahúsum og kaffihúsum gert að loka í þéttbýli. Það sama gildir um líkamsræktarstöðvar, söfn og aðrar menningarstofnanir.

Smit eru töluvert færri í Grikklandi en víða annars staðar í Evrópu og má væntanlega þakka það hörðum aðgerðum stjórnvalda þegar faraldurinn braust út í febrúar. Slakað var á aðgerðunum í maí. Frá því í síðasta mánuði hefur smitum farið fjölgandi og því var ákveðið að grípa inn í núna.

Um 47.000 Grikkir hafa greinst með veiruna og tæplega 700 hafa látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tesla ekki lengur stærsti rafbílaframleiðandi heims

Tesla ekki lengur stærsti rafbílaframleiðandi heims
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn