fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Lygi pizzubakarans var dýrkeypt – Fyrirskipuðu umfangsmiklar sóttvarnaaðgerðir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 07:09

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn tilkynntu yfirvöld í South Australia, einu ríkja Ástralíu, að grípa þyrfti til umfangsmikilla sóttvarnaaðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Í dag tilkynntu yfirvöld síðan að ekki þyrfti að ganga jafn langt og tilkynnt var á miðvikudaginn. Ástæðan er lygi pizzubakara eins í ríkinu.

Á miðvikudaginn var tilkynnt að fólk ætti að halda sig heima og að mörg fyrirtæki þyrftu að loka vegna mjög smitandi staðbundins faraldurs af kórónuveirunni. Í gær tilkynnti Steven Marshall, forsætisráðherra ríkisins, að pizzubakari einn hefði logið að smitrakningateymi og því hefði málið litið mun verr út en það var í raun og veru.

Maðurinn sagðist hafa komið á pizzustaðinn til að kaupa sér pizzu en í raun og veru starfaði hann þar. Yfirvöld telja að hann hafi smitast á mjög stuttu tímabili þrátt fyrir að hann hafi starfað á mörgum vöktum með smituðum starfsmanni, smittímabilið hafi verið stutt. Vegna lyga mannsins héldu yfirvöld að þessi veirustofn væri mjög smitandi.

„Það væri vægt til orða tekið að segja að ég sé öskureiður út af því sem þessi aðili gerði,“ sagði Marshall á fréttamannafundi í dag. „Það sem þessi einstaklingur gerði hefur sett ríkið okkar í mjög erfiða stöðu,“ sagði hann.

Á miðvikudag var tilkynnt um sex daga langa lokun samfélagsins í ríkinu til að hægt væri að ná tökum á faraldri mjög smitandi afbrigðis veirunnar en þá höfðu 22 smit verið staðfest. Aðfaranótt fimmtudags lokuðu því skólar, barir, kaffihús og háskólar. Þá var öll starfsemi í byggingariðnaði stöðvuð.

Marshall sagði að þrátt fyrir að yfirvöld hafi enn áhyggjur af þessum faraldri þá verði lokanirnar styttar til muna og gilda nú aðeins til miðnættis á laugardaginn og þá má fólk fara að heima og flest fyrirtæki mega hefja starfsemi á nýjan leik.

Umræddur faraldur í ríkin er rakinn til manns sem kom frá Bretlandi. Reiknað er með að staðfestum smitum fjölgi á næstu dögum en yfirvöld hafa ekki nærri því eins miklar áhyggjur af þessum faraldri og í upphafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest