fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Frakkar drápu 50 herskáa íslamista í Malí

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 13:15

Franskir hermenn við skyldustörf. Mynd:EPA-EFE/IAN LANGSDON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskar hersveitir drápu 50 herskáa íslamista í loftárás í Afríkuríkinu Malí á föstudaginn. Drónar, á vegum franska hersins, sáu til ferða mjög stórrar lestar mótorhjóla á vegum hersveita íslamskra öfgasinna. Í kjölfarið var gerð loftárás á lestina á svæði sem er nærri landamærum Búrkína Fasó og Níger.

Á þessu svæði reynir stjórnarherinn í Malí, sem nýtur stuðnings Frakka, að berja niður uppreisnarhópa öfgasinnaðra íslamista.

Florence Parly, varnarmálaráðherra Frakklands, sagði á mánudaginn að franskar hersveitir, Barkhane-hersveitrinar, hafi drepið rúmlega 50 vígamenn á föstudaginn og lagt hald á vopn og annað. Um 30 mótorhjól voru eyðilögð.

Látið var til skara skríða þegar mótorhjólalestin stöðvaði undir trjám til að forðast að til hennar sæist. Sendu Frakkar þá tvær orrustuþotur og dróna á svæðið og var flugskeytum skotið á lestina.

Frederic Barbry, talsmaður stjórnarhersins í Malí, sagði að fjórir hryðjuverkamenn hefðu verið teknir til fanga og að sprengiefni og sjálfsmorðssprengjubelti hafi fundist á hinum föllnu sem hafi verið tilbúnir til að gera árás á svæðinu. Að hans sögn voru vígamennirnir á vegum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings
Pressan
Fyrir 5 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum