fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Pressan

Frakkar drápu 50 herskáa íslamista í Malí

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 13:15

Franskir hermenn við skyldustörf. Mynd:EPA-EFE/IAN LANGSDON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskar hersveitir drápu 50 herskáa íslamista í loftárás í Afríkuríkinu Malí á föstudaginn. Drónar, á vegum franska hersins, sáu til ferða mjög stórrar lestar mótorhjóla á vegum hersveita íslamskra öfgasinna. Í kjölfarið var gerð loftárás á lestina á svæði sem er nærri landamærum Búrkína Fasó og Níger.

Á þessu svæði reynir stjórnarherinn í Malí, sem nýtur stuðnings Frakka, að berja niður uppreisnarhópa öfgasinnaðra íslamista.

Florence Parly, varnarmálaráðherra Frakklands, sagði á mánudaginn að franskar hersveitir, Barkhane-hersveitrinar, hafi drepið rúmlega 50 vígamenn á föstudaginn og lagt hald á vopn og annað. Um 30 mótorhjól voru eyðilögð.

Látið var til skara skríða þegar mótorhjólalestin stöðvaði undir trjám til að forðast að til hennar sæist. Sendu Frakkar þá tvær orrustuþotur og dróna á svæðið og var flugskeytum skotið á lestina.

Frederic Barbry, talsmaður stjórnarhersins í Malí, sagði að fjórir hryðjuverkamenn hefðu verið teknir til fanga og að sprengiefni og sjálfsmorðssprengjubelti hafi fundist á hinum föllnu sem hafi verið tilbúnir til að gera árás á svæðinu. Að hans sögn voru vígamennirnir á vegum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf