fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Trump fer mikinn en Biden er rólegur á lokaspretti kosningabaráttunnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 07:00

Trump og Biden á sviðinu í fyrri kappræðum þeirra. Mynd: EPA-EFE/JIM LO SCALZO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist óðum í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og síðari sjónvarpskappræður þeirra Donald Trump og Joe Biden, sem takast á um embættið, en þær fara fram í nótt að íslenskum tíma. Óhætt er að segja að Trump og Biden hafist ólíkt að þessa síðustu daga. Trump fer mikinn í kosningabaráttu sinni en Biden tekur því rólega.

Trump hefur verið með ansi virka og áberandi kosningabaráttu en Biden hefur haldið sig nokkuð til hlés síðustu daga. Trump hefur ferðast á milli ríkja til að halda kosningafundi og hefur þurft að takast á við gagnrýna fréttamenn. Biden hefur hins vegar haldið sig heima í Delaware til að undirbúa sig undir kappræðurnar. Ein af fáum spurningum sem hann hefur svarað á síðustu dögum er hvernig mjólkurhristing hann kýs helst.

„Spurning dagsins til Joe Biden: Ert þú farinn í felur í þessari viku fyrst þú hefur ekki svarað öðru en spurningu um mjólkurhristing?“

skrifaði Jonathan Martin, blaðamaður hjá The New York Times, á Twitter. Aðrir blaða- og fréttamenn hafa tekið undir þessi skrif Martin, þar á meðal Richard Benedetto, fyrrum blaðamaður USA Today í Hvíta húsinu.

Biden hefur verið undir nokkrum þrýstingi að undanförnu frá Repúblikönum vegna ýmissa fullyrðinga um tengsl sonar hans, Hunter, við Úkraínu þar sem spilling er útbreidd. Joe Biden hefur ekki fengið margar spurningar um Hunter og þeim sem hann hefur fengið hefur hann einfaldlega vísað á bug.

Biden hefur mánuðum saman ekki verið svo aðgengilegur fyrir fréttamenn en opinbera ástæðan fyrir því er heimsfaraldur kórónuveirunnar. Benedetto telur þó að ástæðan geti frekar verið að Biden hafi unnið á meðal kjósenda með því að halda sig til hlés.

„Ef ég væri í framboði og hefði séð að ég gæti komist upp með að svara ekki fjölda spurninga, af hverju ætti ég þá ekki að halda því áfram?“

skrifaði hann í athugasemd þar sem hann gagnrýnir fréttamenn fyrir að ganga ekki nægilega hart fram gegn Biden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi