fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Segja Rússa hafa ætlað að gera tölvuárásir á Ólympíuleikana í Tókýó

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskar og bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að Rússar hafi ætlað að gera tölvuárásir á Ólympíuleikana í Tókýó sem áttu að fara fram síðasta sumar. Rússum var ekki boðið að taka þátt í leikunum, sem hefur verið frestað fram á næsta sumar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, vegna umfangsmikillar og skipulagðrar lyfjamisnotkunar margra rússneskra íþróttamanna. Þeir virðast því hafa ætlað að hefna sín vegna þess.

Samkvæmt upplýsingum leyniþjónustustofnana þá höfðu Rússar í hyggju að gera tölvuárásir sem áttu að koma niður á skipuleggjendum Ólympíuleikanna og Ólympíuleikum fatlaðra.

Bretar eru einnig sagðir hafa komist að því að Rússar hafi staðið á bak við tölvuárásir á vetrarleikana í Suður-Kóreu fyrir tveimur árum. Þeim tókst þá að sögn að láta líta út fyrir að tölvuþrjótar frá Kína og Norður-Kóreu hafi verið að verki. Þeir létu til skara skríða á opnunarhátíðinni, lömuðu Internetið á leikvanginum og gerðu heimasíðu leikanna óvirka þannig að áhorfendur gátu ekki prentað aðgöngumiðana sína út.

Tölvuárásir Rússanna eru sagðar hafa verið gerðar á vegum GRU, leyniþjónustu hersins, og telja Bretar sig geta sagt með 95% öryggi að árásin á vetrarleikana 2018 hafi verið á vegum GRU.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér