Laugardagur 29.febrúar 2020
Pressan

Hneykslismál skekur stærstu klámsíðu heims

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. janúar 2020 19:30

Pornhub er stærsta klámsíða heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórt hneykslismál er í uppsiglingu í Bandaríkjunum eftir að nýlega kom í ljós að á stærstu klámsíðu heim, Pornhub, var búið að birta myndbönd af sjóliðum í bandaríska flotanum. Myndböndin voru greinilega tekin upp með földum myndavélum í búningsklefum og sást fólkið vera að skipta um föt.

NBC News skýrir frá þessu. Fram kemur að nú sé verið að rannsaka málið og enn sé ekki ljóst hver setti myndböndin á síðuna. Þau voru strax fjarlægð þegar herinn sneri sér til Pornhub og óskaði eftir því er haft eftir Blake White varaformanni stjórnar fyrirtækisins.

Hann sagði að fyrirtækið rannsaki nú málið ásamt hernum. Hjá Pornhub sé sú regla í heiðri höfð að efni, sem brýtur gegn notendaskilmálum síðunnar, sé fjarlægt þegar fyrirtækinu er gert aðvart um slíkt efni.

Birting myndbandanna uppgötvaðist fyrr í mánuðinum þegar liðsmaður leyniþjónustu flotans sá þau á síðunni. Á myndböndunum sáust margir hermenn í einkennisfatnaði og með nafnskilti sín. Einnig sjást óbreyttir borgarar í myndböndunum.

Ekki er vitað hvenær myndböndin voru tekin upp eða hversu lengi upptökurnar stóðu yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Þar kom að því – Warren Buffett fékk sér nýjan síma

Þar kom að því – Warren Buffett fékk sér nýjan síma
Pressan
Í gær

Varaforsetinn greindist með kórónaveiruna

Varaforsetinn greindist með kórónaveiruna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mistök afgreiðslumannsins færðu henni 89 milljónir

Mistök afgreiðslumannsins færðu henni 89 milljónir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný skýrsla – Valdamiklir Bretar misnotuðu börn kynferðislega – Stjórnmálamenn og lögreglan héldu hlífiskildi yfir þeim

Ný skýrsla – Valdamiklir Bretar misnotuðu börn kynferðislega – Stjórnmálamenn og lögreglan héldu hlífiskildi yfir þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gjaldþrot vofir yfir milljónum kínverskra fyrirtækja vegna COVID-19 veirunnar

Gjaldþrot vofir yfir milljónum kínverskra fyrirtækja vegna COVID-19 veirunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Búa sig undir að 80 prósent Breta fái veiruna – 500 þúsund gætu dáið

Búa sig undir að 80 prósent Breta fái veiruna – 500 þúsund gætu dáið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bresk kona snerist til íslamstrúar – Ætlaði að „drepa þar til hún yrði drepin“

Bresk kona snerist til íslamstrúar – Ætlaði að „drepa þar til hún yrði drepin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á leið í fangelsi fyrir að hafa selt tónleikamiða á uppsprengdu verði

Á leið í fangelsi fyrir að hafa selt tónleikamiða á uppsprengdu verði