fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Ráðgátan um hótunarbréfið – Telja mikilvægan hlut vanta á það

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 05:45

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar norski auðkýfingurinn Tom Hagen kom heim til sín þann 31. október 2018 var eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, horfin. Tom fann hvítt umslag með hótunarbréfi í. Í því kom skýrt fram að Anne-Elisabeth hefði verið rænt. En norska lögreglan efast um sannleiksgildi bréfsins.

VG skýrir frá þessu og segir að aðalástæðan sé að fingraför Tom hafi ekki fundist á umslaginu en það telur lögreglan undarlegt miðað við að hann hafi tekið umslagið upp og opnað það samkvæmt eigin frásögn. VG segir að lögreglan hafi kenningu um að þetta geti bent til að bréfið hafi aldrei verið í umslaginu eins og Tom segir. Lögregluna grunar að hann hafi staðið á bak við hvarfið og morðið á Anne-Elisabeth en lögreglan telur fullvíst að henni hafi verið ráðin bani.

Svein Holden, lögmaður Tom, er ekki sammála því að það skipti máli að fingraför Tom séu ekki á umslaginu og segir það hafa „núll sönnunargildi“. Fjöldi sérfræðinga, sem VG ræddi við, er sama sinnis.

Einn þeirra, Per Angel, sem var áður sérfræðingur og yfirmaður hjá norsku ríkislögreglunni Kripos, sagði að ekki væri hægt að nota skortinn á fingraförum sem sönnun fyrir að Tom hafi ekki tekið umslagið upp. Hann gæti alveg hafa tekið það upp án þess að skilja eftir fingraför. Það skipti máli hvernig sé tekið á hlutum, hversu fast og hvort fólk sé sveitt á fingrunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“