fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Lögreglan telur sig vita hvar Anne-Elisabeth var myrt

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. maí 2020 05:30

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan telur mjög líklegt að Anne-Elisabeth Hagen, sem hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló þann 31. október 2018, hafi verið myrt á heimilinu og lík hennar hafi síðan verið flutt á brott. Lögreglan telur einnig líklegt að hún hafi verið kyrkt.

Þetta er ein af þeim kenningum sem lögreglan vinnur einna mest með þessar vikurnar að því er segir í umfjölunn VG. Blaðið segir að mikilvægar vísbendingar hafi fundist á heimilinu og bendi þær til að Anne-Elisabeth hafi ekki verið rænt, heldur hafi hún verið myrt þennan örlagaríka morgun.

Sérfræðingar lögreglunnar eru sagðir hafa fundið ummerki í húsinu sem sýna að einhver hafi verið dregin eftir gólfum þar. Það styrkir þennan grun að eitt og annað sem tengist klæðnaði hennar hefur að sögn fundist auk lífsýna. Allt þetta hefur styrkt lögregluna í þeirri trú að Anne-Elisabeth hafi verið myrt í húsinu.

Undirréttur í Nedre Romerike hefur einnig komist að þeirri niðurstöðu að margvísleg gögn bendi til að Anne-Elisabeth hafi verið myrt í húsinu.

Málið var í upphafi rannsakað sem mannrán því lausnargjaldskrafa var sett fram. Þegar leið á rannsóknina fór grunur lögreglunnar að beinast að eiginmanni Anne-Elisabeth, Tom Hagen, og nýlega var hann handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var látinn laus nokkrum dögum síðar eftir að Hæstiréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. Hann neitar að hafa komið nálægt hvarfi og væntanlega morðinu á eiginkonunni en lögreglan er enn þeirrar skoðunar að hann tengist málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri