fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Pressan

Komu í veg fyrir sprengjuárás nokkrum dögum fyrir Brexit

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 22:00

Merki CIRA á götulistaverki í Dublin. Mynd:Flickr/William Murphy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður-írski hryðjuverkahópurinn Continuity IRA, sem er einnig nefndur CIRA, hugðist sprengja sprengju á Englandi í tengslum við útgöngu Breta úr ESB. Sprengju hafði verið komið fyrir undir flutningabíl sem átti að fara til Englands frá Írlandi. Lögreglan fann sprengjuna þó og gerði óvirka áður en bíllinn fór til Englands.

The Guardian skýrir frá þessu. Í tilkynningu sem CIRA sendi fréttamiðli í Belfast kom fram að ætlunin hafi verið að sprengjan skyldi springa daginn fyrir Brexit.

Flutningabíllinn átti að fara með ferju til Skotlands þremur dögum fyrir Brexit. Hann átti síðan að fara til Englands þar sem sprengjan átti að springa. Ekki hefur komið fram hvar bíllinn átti að vera þegar hún myndi springa.

Í tilkynningu CIRA kom einnig fram að markmiðið með sprengjunni hafi verið að beina athyglinni að Brexit og pólitískum samningi um tollalandamæri í Írlandshafi.

CIRA líta á sig sem vopnaða hreyfingu sem berst fyrir írsku lýðveldi og þar með sameiningu Norður-Írlands og Írlands. Samtökin viðurkenna ekki vopnahléið frá 1998 og hafa haldið baráttunni áfram. Bresk stjórnvöld líta á samtökin sem hryðjuverkasamtök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn