fbpx
Föstudagur 30.janúar 2026
Pressan

Úlfum fer fjölgandi í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júlí 2019 18:00

Þessi var skotinn af ósáttum Dana. Mynd:DTU

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úlfum fer nú hægt og rólega fjölgandi í Danmörku en aðeins eru nokkur ár síðan þeir settust að í landinu á nýjan leik eftir 200 ára fjarveru. Dönsku úlfarnir eru úr stofni úlfa sem heldur til í Póllandi og Þýskalandi en pólskir úlfar fóru að hreiðra um sig í Þýskalandi um aldamótin. Í apríl og maí bættust tvö karldýr í hóp dönsku úlfanna en þau komu frá Þýskalandi til Jótlands.

Þetta kemur fram í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins. Fram kemur að vísindamenn séu nokkuð vissir um þetta og byggi þá vissu á niðurstöðum DNA-rannsókna á hræjum dádýra sem úlfarnir hafa lagt að velli. Fyrir voru að minnsta kosti fimm fullorðnir úlfar í Danmörku, þar af eitt úlfapar með sex hvolpa.

Annar nýju úlfanna er með merkið GW1156m og hann hefur svo sannarlega komið við sögu í Þýskalandi þar sem hann er fæddur. Samkvæmt frétt Bild þá drap umræddur úlfur 33 kindur í norðanverðu Þýskalandi frá því í apríl og fram í maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi þingmaður dæmdur fyrir svívirðilegan glæp

Fyrrverandi þingmaður dæmdur fyrir svívirðilegan glæp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flestir töldu að hún hefði svipt sig lífi árið 2015 – Nýjar upplýsingar varpa grun á eiginmanninn

Flestir töldu að hún hefði svipt sig lífi árið 2015 – Nýjar upplýsingar varpa grun á eiginmanninn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Smellurinn frá níunda áratugnum nær milljarði í streymi – Söngkonan græðir næstum ekkert

Smellurinn frá níunda áratugnum nær milljarði í streymi – Söngkonan græðir næstum ekkert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glæpagengi breyta ódýrum drónum í drápsvélar

Glæpagengi breyta ódýrum drónum í drápsvélar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stofnaði stuðningshóp eftir að dóttir hennar lokaði á hana

Stofnaði stuðningshóp eftir að dóttir hennar lokaði á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjar upplýsingar um heilsu Michaels Schumacher koma fram

Nýjar upplýsingar um heilsu Michaels Schumacher koma fram
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játning í spjallþætti endaði með harmleik – Upplifði djúpa skömm

Játning í spjallþætti endaði með harmleik – Upplifði djúpa skömm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg saga alræmda bankaræningjans sem faldi sig fyrir allra augum í 20 ár – Strauk úr fangelsi, gekkst undir hnífinn og sneri sér að tónlist

Ótrúleg saga alræmda bankaræningjans sem faldi sig fyrir allra augum í 20 ár – Strauk úr fangelsi, gekkst undir hnífinn og sneri sér að tónlist