fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Úlfum fer fjölgandi í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júlí 2019 18:00

Þessi var skotinn af ósáttum Dana. Mynd:DTU

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úlfum fer nú hægt og rólega fjölgandi í Danmörku en aðeins eru nokkur ár síðan þeir settust að í landinu á nýjan leik eftir 200 ára fjarveru. Dönsku úlfarnir eru úr stofni úlfa sem heldur til í Póllandi og Þýskalandi en pólskir úlfar fóru að hreiðra um sig í Þýskalandi um aldamótin. Í apríl og maí bættust tvö karldýr í hóp dönsku úlfanna en þau komu frá Þýskalandi til Jótlands.

Þetta kemur fram í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins. Fram kemur að vísindamenn séu nokkuð vissir um þetta og byggi þá vissu á niðurstöðum DNA-rannsókna á hræjum dádýra sem úlfarnir hafa lagt að velli. Fyrir voru að minnsta kosti fimm fullorðnir úlfar í Danmörku, þar af eitt úlfapar með sex hvolpa.

Annar nýju úlfanna er með merkið GW1156m og hann hefur svo sannarlega komið við sögu í Þýskalandi þar sem hann er fæddur. Samkvæmt frétt Bild þá drap umræddur úlfur 33 kindur í norðanverðu Þýskalandi frá því í apríl og fram í maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali