fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Tveir skotnir til bana við skóla í Stokkhólmi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 05:58

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir voru skotnir til bana við skóla í Upplands-Bro, norðvestan við Stokkhólm, á fyrsta tímanum í nótt. Einn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Samkvæmt frétt Aftonbladet var tilkynnt um skothvelli klukkan 00.24. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir mann, sem hafði verið skotinn, nærri skóla. Nokkur hundruð metrum þar frá fundu lögreglumenn annan mann sem hafði verið skotinn eftir að lögregluhundar höfðu látið vita af honum.

Einn hefur verið handtekinn vegna málsins. Lögreglan hefur verið við vettvangsrannsóknir í alla nótt og hefur beðið fólk að gefa sig fram ef það sá fólk eða bíla á svæðinu á þeim tíma sem mennirnir voru myrtir.

Sá handtekni kom á vettvang þegar vettvangsrannsókn lögreglunnar stóð yfir og var atferli hans þannig að lögreglan telur að hann sé viðriðinn málið.

Aftonbladet hefur eftir vintum að skothvellir hafi heyrst með nokkurra mínútna millibili. Í heildina hafi þetta verið 10 til 15 skot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðirin brjáluð yfir ásökunum um kynferðisbrot – „Ekki séns í helvíti“

Móðirin brjáluð yfir ásökunum um kynferðisbrot – „Ekki séns í helvíti“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“